- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Á aðalfundi Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum (F.O.S.Vest) sem haldinn var í dag, laugardaginn 23. október á Ísafirði og í fjarfundi var borin upp tillaga um sameiningu félagsins við Kjöl stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Tillagan var samþykkt með öllum greiddu atkvæðum og tekur sameiningin þegar gildi en bókhaldsleg sameining verður um áramótin.
Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu er eitt af stærstu aðildarfélögum BSRB. Félagið er deildaskipt og í kjölfar sameiningarinnar verður stofnuð F.O.S.Vest - deild innan Kjalar. Aðrar deildir félagsins eru: Akureyri, Borgarbyggð, Dala – og Snæfellsnes, Dalvíkurbyggð, Fjarðabyggð, Húnavatnssýslum, Siglufirði, og Sveitarfélaginu Skagafirði. Við sameininguna þá tekur Sigurður Arnórsson fráfarandi formaður F.O.S. Vest, sæti í stjórn Kjalar en F.O.S.Vest -deild er tryggt sæti á lista til stjórnar Kjalar stéttarfélags samkvæmt lögum félagsins.
Félagsaldur félagsmanna F.O.S.Vest flyst að fullu til sjóða Kjalar stéttarfélags, orlofssjóðs og starfsmenntasjóðs. Til áramóta nk. verður afgreiðsla styrkja starfsmenntasjóðs og afgreiðsla orlofshúsa F.O.S.Vest með óbreyttu sniði.
Sameining staðfest Arna Jakobína formaður Kjalar og Sigurður fráfarandi formaður F.O.S.Vest
Patreksfjörður
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.