Frí á móti yfirvinnu

Heimilt er starfsmanni skv. grein 2.3.10, sveitarfélög í kjarasamningi eða eftir kjarasamningum. Að safna allt að 10 frídögum á ári vegna yfirvinnu, á þann hátt að yfirvinnutímar komi til uppsöfnunar en munur á yfirvinnu og dagvinnu er greitt við næstu reglulegu útborgun. 

Sambærilegt ákvæði er í kjarasamningum við ríkið gr. 2.3.10 í kjarasamningi en þar er ekki tilgreint fjölda daga sem hægt er að taka út í fríi á móti eftirvinnu.

Breytingar á yfirvinnu 1 og yfrivinnu 2 leiða af sér að eingögnnu er hægt að safna yfirvinnu 2 skv. 2.3.10 sbr. 1.5.

Dæmi

Vegna tímabundins álags þurfti starfsmaður að vinna yfirvinnu í september þar sem ekki voru allir komnir úr sumarleyfum. Samið er við yfirmann um að taka þetta út í frídögum. Alls var unnið í 20 yfirvinnutíma.

Mánaðarlaun 300.000 kr.

Yfirvinnutímakaup 2 : 300.000 x 1,0385% = 3.115 kr.

Dagvinnutímakaup 300.000 x 0,615% = 1.845 (með orlofi)

Yfirvinnuálag er 44,44% af hverjum yfirvinnutíma: 3.115 x 0,4444 = 1.384 x 20 tímar = 27.690 kr.
Niðurstaða: Safnað er því 20 stundum í frí og auk þess greitt yfirvinnuálag kr. 27.690 fyrir muninn á yfirvinnu og dagvinnu