- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Heimilt er starfsmanni skv. grein 2.3.10, sveitarfélög í kjarasamningi eða eftir kjarasamningum. Að safna allt að 10 frídögum á ári vegna yfirvinnu, á þann hátt að yfirvinnutímar komi til uppsöfnunar en munur á yfirvinnu og dagvinnu er greitt við næstu reglulegu útborgun.
Sambærilegt ákvæði er í kjarasamningum við ríkið gr. 2.3.10 í kjarasamningi en þar er ekki tilgreint fjölda daga sem hægt er að taka út í fríi á móti eftirvinnu.
Breytingar á yfirvinnu 1 og yfrivinnu 2 leiða af sér að eingögnnu er hægt að safna yfirvinnu 2 skv. 2.3.10 sbr. 1.5.
Ríkissamningur breyting 2024
Heimilt er með samkomulagi að safna frídögum vegna yfirvinnu á þann hátt að yfirvinnutímar komi til uppsöfnunar og frítöku á dagvinnutímabili en yfirvinnuálagið er greitt við næstu reglulegu útborgun. Samkomulag skal vera um töku frísins og það skipulagt þannig að sem minnst röskun verði á starfssemi stofnunar.
Frí samkvæmt framsögðu, vegna undanfarandi almanaksárs, sem ekki hefur verið nýtt fyrir 15. apríl ár hvert, eða við starfslok, skal greitt út á dagvinnutaxta viðkomandi starfsmanns við næstu reglulegu útborgun.
Samningar við starfsmenn sem fela í sér aðrar og minni greiðslur fyrir yfirvinnu skv. ofansögðu eru undirboð á kjarasamningi og því óheimilir.