- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Félagsmenn ættu í öllum tilfellum að hafa samband við félagið og leita ráða ef fyrirhugað er að gera breytingar á starfi því nauðsynlegt er að skoða hvert tilfelli fyrir sig. Hér fyrir neðan eru tekin saman helstu málefni er tengjast breytingu á störfum og niðurlagningu starfs
Breyingar á starfi
Í kjarasamnigni starfsmanna sveitarfélaga kemur fram að starfsmanni sé skylt að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því hann tók við starfi. Umtalsverðar breytingar ber að tilkynna með sama fyrirvara og ef um uppsögn væri að ræða. Í slíkum tilvikum ber starfsmanni að tilkynna vinnuveitanda innan mánaðar hvort hann uni breytingunum eða muni láta af störfum, eftir þann tíma sem uppsagnarfrestur kveður á um, frá því að honum var tilkynnt um breytinguna með formlegum hætti. Ef breytingarnar hafa í för með sér skert launakjör eða réttindi skal hann halda óbreyttum launakjörum og réttindum jafn langan tíma og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt samningi þessum.
Gilda ákvæði um uppsagnarfrest vegna breytinga á starfi?
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er þrír mánuðir. Sé starfsmanni sagt upp eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá sama sveitarfélagi er uppsagnarfrestur 4 mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára, 5 mánuðir ef hann er orðinn 60 ára og 6 mánuðir ef hann er orðinn 63 ára. Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara. Allar uppsagnir skulu vera skriflegar og miðast við mánaðamót.
Breytingar sem hafa í för með sér breytt launakjör
Ber að virða andmælarétt starfsmanns.
Haldast launakjör hans óbreytt sama tímabil og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi.
Ef breytingar fela ekki í sér breytingu á launakjörum
Er ekki skylt að veita starfsmanni andmælarétt samkvæmt stjórnsýslulögum, sama gildir ef um skerta yfirvinnu er að ræða.
Niðurlagning starfs
Biðlaun eru greidd ríkisstarfsmönnum sem hafa starfað hjá ríkinu frá því fyrir 1. júlí 1996 ef starf er lagt niður og starfsmanni býðst ekki sambærilegt starf þegar til starfsloka kemur, sbr. 5. gr. bráðabirgðaákvæðis laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Starfsmönnum sveitarfélaga hefur verið tryggður biðlaunaréttur við niðurlagningu starfs með kjarasamningum en misjafnt er við hvað þeir hafa þurft að vinna lengi hjá sveitarfélaginu svo að rétturinn sé fyrir hendi. Algengast er þó að miðað sé við 1. mars 1997.
Með biðlaunum er átt við föst laun starfsmanns að meðtöldum föstum greiðslum s.s. yfirvinnu. Biðlaun skulu greidd í 6 mánuði ef starfsaldur nemur skemmri tíma en 15 árum en greidd í 12 mánuði ef ráðningartíminn er lengri.