Trúnaðarmannafræðsla

Markmið trúnaðarmannafræðslu Kjalar stéttarfélags er að styðja við og þá um leið að styrkja trúnaðarmanninn sjálfan

Til að svo megi vera sækir Kjölur stéttarfélag sér þekkingu og ráðgjöf frá viðurkenndum símenntunar- og fræðsluaðilum víðs vegar að.  Starf trúnaðarmanns getur á stundum verið krefjandi. Með góðri fræðslu og samvinnu stéttarfélagsins Kjalar við ólíka fræðsluaðila, vinnur félagið að því að efla trúnaðarmanninn í starfi, honum og félagsmönnum til heilla.

Ferðakostnaður

Næsta námskeið:

Dagana 5.-6. nóvember 2024 á Hótel KEA Akureyri. Skráningafrestur er til 27. október.

Dagskrá

Skráning á trúnaðarmannafræðslu

Kynning

 

 

 

 

 

 

Ályktun stjórnar og trúnaðarmannaráðs Kjalar stéttarfélags

Trúnaðarmannaráð Kjalar stéttarfélags styður baráttu kennara innan KÍ í kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga annars vegar og ríkisins hins vegar.

Trúnaðarmannaráð lýsir yfir stuðningi við kennara í baráttu þeirra fyrir betri kjörum. Kennarastéttin er að stórum hluta kvennastétt sem býr við kerfisbundið vanmat á störfum þeirra sem birtist í lægri launum þeirra sem þar starfa samanborið við aðrar stéttir á vinnumarkaði í störfum sem teljast jafnverðmæt.

Vanmat á kvennastéttum er talin ein meginástæða launamunar kynjanna og birtist í kynjaslagsíðu á þeim atriðum sem hafa áhrif á launasetningu starfa, svo sem ábyrgð, álagi og starfsumhverfi. Við höfum byggt velferðarkerfið okkar á þessum vanmetnu störfum en opinberir atvinnurekendur hafa veitt sjálfum sér afslátt við launasetningu ómissandi kvennastétta. Þessu þarf að breyta og styður trúnaðarmannaráð Kjalar heilshugar leiðréttingu launa kennara og þar með viðurkenningu á verðmæti þeirra fyrir samfélagið allt.