Innskráning á orlofsvefinn
Stöð 2 eða Stöð 2 Sport í 3 eða 7 daga á sérkjörum
Vegna bókanir á tímabilinu júní - september 2024 þá opnar orlofsvefurinn þann 2. apríl 2024 fyrir - Reglan "fyrstur kemur fyrstur fær" gildir.
Umsóknir um Orlof að eigin vali opnar þann 2. maí 2024 og stendur til 15. maí 2024.
Félagar geta leigt eignir félagsins á orlofsvefnum. Hægt er að sjá hvaða hús eru laus á hverjum stað í yfirstandandi mánuði og þrjá mánuði fram í tímann. Fjórði mánuður er því opnaður fyrsta virka dag kl. 10.00. Dæmi: fyrsti virki dagur í september opnar desember.
Reglan "fyrstur kemur fyrstur fær" gildir um allar úthlutanir hjá félaginu.
Sumarorlofstímabilið 2. júní - 8. september verður félagsfólki aðgengilegt þann 3. apríl 2023 á orlofshúsavefnum í sjálfsafgreiðslu. Dæmi: 3. apríl 2023 er vefurinn opin skv. reglu apríl, maí, júní, júlí, ágúst og til 8. september. Þann 1. júní kemur septemer inn og þann 3. júlí kemur október inn sbr. hefðbundin regla um að yfirstandandi mánuður og þrír mánuðir.
Punktakerfið (ekki í notkun 2023 og 2024)
Félagsfólk mun áfram safna punktum þrátt fyrir að kerfið sé ekki í formlegri notkun vegna úthlutanna.
Grunnur að úthlutun orlofshúsa og -íbúða Kjalar er punktakerfi sem félagið tók upp árið 2009. Félagsmenn ávinna sér 12 orlofspunkta á ári, þ.e. 1 punkt fyrir hvern unninn mánuð. Punktastaða er uppfærð árlega áður en páskaúthlutun fer fram. Orlofspunktar stýra því hverjir eru í forgangi á úthlutunartímum (flestir punktar = mestir möguleikar). Frádráttur orlofspunkta er mismunandi eftir tímabilum.
Sumartímabilið 2022 er frá 27/5 til 2/9 og skiptist punktafrádráttur þannig
(frádráttur pr. úthlutaða/leigða viku):
Tímabilið 13/5 - 27/5 |
7 punktar |
Tímabilið 27/5 - 10/6 |
12 punktar |
Tímabilið 10/6 - 5/8 |
18 punktar |
Tímabilið 5/8 - 26/8 |
12 punktar |
Tímabilið 26/8 - 2/9 |
7 punktar |
|
|
Orlof að eign vali |
20 punktar |
Fyrir hvern sólarhring í sumarleigu |
2 punktar |
Gistimiðar á Hótel* |
2 punktar - gildir allt árið |
Orlofshús sem tekin er eftir reglunni "fyrstur kemur fyrstur fær" á sumarorlofstímabilinu
kosta sömu punkta og um úthlutanir á hverju tímabili fyrir sig. Allir virkir félagsmenn geta sótt um á úthlutunartímabilinu þó þeir eigi fáa eða
enga punkta. Punktastaða hjá viðkomandi verður þá neikvæð. Kaup á Golfkorti, Útilegukorti og Veiðikorti skerða ekki punktastöðu.
Úthlutun á vetrartíma skerðir ekki rétt og möguleika félagsmanna til úthlutunar á sumrin.
- Umsækjendur fara á vef félagsins, bókunarsíðu orlofsvefs og sendir inn umsóknir rafrænt. Allar umsóknir leggjast í afgreiðslugrunn kerfisins og bíða úthlutunar. Umsækjendur fær staðfestingu með tölvupósti um að umsóknir hafi verið mótteknar.
- Úthlutun á sér stað á fyrir fram ákveðnum tíma sem auglýstur hefur verið. Kerfið hefur þá reiknað út punktastöðu hvers félagsmanns og úthlutar eftir þeim réttindum sem þar koma fram. Umsækjendur sem fá úthlutað fá staðfestingarbréf með númeri úthlutunar. Þeir sem ekki fá úthlutað fá synjunarbréf en fara jafnframt sjálfkrafa á biðlista.
- Þegar umsækjandi hyggst greiða fyrir orlofshús er farið inn á orlofshúsavefinn með kennitölu og netfangi, liðurinn úthlutanir valinn og þar slegið inn númer úthlutunar. Þá kemur upp greiðsluform þar sem hægt er að greiða með greiðslukorti. Fari greiðsla ekki fram innan tilskilins tíma fellur úthlutunin niður og fær þá næsti maður á biðlista úthlutað.
- Ef félagsmenn hafna úthlutunum, þá er unnið úr biðlistum. Eftir það opnast kerfið og gildir þá reglan "fyrstur kemur - fyrstur fær"
Leiðbeiningar
- Þegar slóðin opnast þá slærð þú inn kennitölu og netfang - og svo ýta á innskrá
- Þá opnast orlofssíðan og þú getur valið að nota slána efst til að bóka og afla sér upplýsinga um allt sem er í boði:
HEIM - LAUST- ORLOFSHÚS - UMSÓKNIR - ÁVÍSANIR - REGLUR - VERÐSKRÁ - ÚTSKRÁNING
- Lengst til hægri eru svo persónuupplýsingar um félagsmann frá þjóðskrá og punktastaða þín samkvæmt félagaskrá. Einnig getur þú sett inn upplýsingar með því að velja eftirfarandi liði:
Notendaupplýsingar. Þar breytir þú upplýsingum um þig t.d. netfangi og símanúmeri.
Kvittanir: Þar er að finna lista yfir allar kvittanir sem þú hefur fengið við kaup á dvöl eða öðru.
Punktastaða: Þarna er hægt að sjá hreyfingar á punktasöfnun og notkun í gegnum tíðina.
- Ef valið er að ýta á laust þá kemur listi sem sýnir hvað eignir eru lausar, táknaðar með grænum lit, það sem er bókað er táknað með rauðum lit.
- Þegar þú velur hús þá og línan er græn á viðkomandi eign velur þú daginn sem dvöl á að hefjast á og daginn sem þú ætlar út úr húsinu, og eftir það fylgir þú leiðbeiningum kerfisins.
- Aðeins er hægt að greiða með kreditkorti, ef annað greiðslufyrirkomulag þarf þá hafið samband við skrifstofu og pantið hjá henni.
- Sími á skrifstofu Kjalar stéttarfélags er 525-8383 ef þú þarf aðstoð.
- Hægt er að láta senda sér kvittun fyrir bókun orlofshúsa í tölvupósti þegar bókun fer fram. Þegar greitt hefur verið fyrir orlofshúsið eða aðra þá orlofsmöguleika sem keyptir eru birtist hnappur neðst á kvittun sem gefur þennan möguleika. Einnig er hægt að velja eldri kvittanir og fá þær sendar með sama hætti. Athugið að pósturinn eins og sumir aðrir fjölpóstar getur lent í ruslpósti.