Vaktaálag og vaktahvati gildir frá 1. nóv. 2024

Nýr kjarasamningur neðangreind ákvæði tóku gildi 1. nóvember 2024

VAKTAÁLAG

Vaktaálagi verði breytt þannig að á þeim tímum sem er greitt 90% álag verði greitt 120% álag og á þeim tímum sem er greitt 120% álag verði greitt 165% álag. Greinar 1.6.1. og 1.6.2. verði:

1.6 Álagsgreiðslur - vaktaálag

1.6.1 Vaktaálag reiknast af dagvinnukaupi sbr. gr. 1.4.1. Vaktaálag skal vera:

    • 33,33%   kl. 17:00 - 24:00 mánudaga til fimmtudaga
    • 55,00%   kl. 17:00 - 24:00 föstudaga
    • 65,00%   kl. 00:00 - 08:00 þriðjudaga til föstudaga
    • 55,00%   kl. 08:00 - 24:00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga
    • 75,00%   kl. 00:00 - 08:00 laugardaga, sunnudaga, mánudaga og sérstaka frídaga
    • 120,00% kl. 00:00 - 24:00 stórhátíðardaga sbr. gr. 2.1.4.3,
    • 165,00% kl. frá kl. 16:00 - 24:00 á aðfangadag og gamlársdag
    • 165,00% kl. 00:00 – 08:00 á jóladag og nýársdag.

Brot úr klst. greiðist hlutfallslega.

1.6.2 Greiðsla fyrir bakvaktir skal reiknast af dagvinnukaupi sbr. gr. 1.4.1 með eftirtöldum hætti:

    • 33,33%   kl. 17:00 - 24:00 mánudaga til fimmtudaga
    • 45,00%   kl. 17:00 - 24:00 föstudaga
    • 45,00%   kl. 00:00 - 08:00 mánudaga
    • 33,33%   kl. 00:00 - 08:00 þriðjudaga til föstudaga
    • 45,00%   kl. 00:00 - 24:00 laugard., sunnud. og sérstaka frídaga
    • 120,00% kl. 00:00 - 24:00 stórhátíðardaga sbr. gr. 2.1.4.3
    • 165,00% kl. 16:00 - 24:00 á aðfangadag og gamlársdag
    • 165,00% kl. 00:00 – 08:00 á jóladag og nýársdag.

Brot úr klst. greiðist hlutfallslega. Um greiðslur fyrir útköll á bakvakt gilda gr. 2.3.3.1 og 2.3.3.2.

VAKTAHVATI

2.6.10 Vaktahvati í kjarasamningum tók gildi 1. nóvember 2024

Starfsfólk sem vinnur vaktavinnu og uppfyllir skilyrði greinarinnar fær greiddan vaktahvata með eftirfarandi hætti.
Vaktahvati greiðist sem hlutfall greiddra mánaðarlauna vegna fjölbreytileika og fjölda vakta á þremur síðustu uppgjörstímabilum samkvæmt skipulögðum vöktum innan vinnutímaskyldu. Lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda á því tímabili utan dagvinnumarka (á 33,33%, 55%, 65% og 75% álagi) eru 126 vinnuskyldustundir.
Vaktir eru flokkaðar í fjórar tegundir; dagvaktir, kvöldvaktir (33,33% álag), næturvaktir á virkum dögum (65% álag) og helgarvaktir (55% og 75% álag). Þá skal lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda í hverri tegund vakta vera 45 vinnuskyldustundir.
Starfsmaður þarf að standa vaktir í tveimur til fjórum tegundum vakta, 14 sinnum eða oftar að meðaltali á uppgjörstímabili til þess að njóta vaktahvata.

Þegar starfsfólk hefur störf reiknast vaktahvati fyrir eitt uppgjörstímabil á fyrsta og öðrum mánuði í starfi þannig að lágmarksfjöldi stunda utan dagvinnumarka eru 42 og lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda í hverri tegund vakta eru 15. Eftir þrjá mánuði í starfi reiknast vaktahvati skv. 1. mgr. Það sama á við þegar samið er um breytingar á starfshlutfalli sem nema 40% eða meira til hækkunar eða lækkunar.

2.6.10 Vaktahvati

Hlutfall vaktahvata miðist við eftirfarandi töflu:

Vaktahvati reiknast miðað við þrjú síðustu uppgjörstímabil. Með uppgjörstímabili er átt við uppgjörstímabil breytilegra launa á starfsstaðnum. Vaktahvati greiddur 1. apríl miðast því við uppgjörstímabil til greiðslu í útborgun launa 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl og vaktahvati greiddur 1. maí við launatímabil til greiðslu 1. mars, 1. apríl og 1. maí.