Katla félagsmannasjóður

Er fyrir þá sem starfa hjá sveitarfélögum, Hjallastefnu, og sjálfseignarstofnunum sem eru með ákvæði um Félagsmannasjóð í kjarasamningi. Að undanskildu því félagsfólki sem greitt er af í Vísindasjóð.

Félagsfólk þarf ekki að sækja sérstaklega um úthlutun heldur leggur inn bankareikningsnúmer hér á mínar síður Költu og greitt er út úr sjóðnum þann 1. febrúar ár hvert. Sérstakleg athygli er vakin á að allir sem starfa tímabundið á hverju ári fá einnig greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert svo mikilvægt er að skrá reikningsnúmer. 

Styrkupphæðin er miðuð við innborgun til Kötlu félagsmannasjóðs á tímabilinu 1. janúar til 31. desember árið á undan en vinnuveitandi greiðir 2,2 prósentu af heildarlaunum í sjóðinn.   

Katla er sjóður aðildarfélaga BSRB sem eiga aðild að kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga.

English

This information is for employees of municipalities, Hjallastefna, and non-profit organizations that include a Member Fund provision in their collective agreements, except for those contributing to the Science Fund.

Members do not need to apply separately for allocations. Instead, they should enter their bank account number on the Katla pages. Payments from the fund are made on February 1st each year. It's important to note that temporary employees also receive payments from the fund on February 1st, so registering an account number is essential.

The grant amount is based on deposits to the Katla Member Fund from January 1st to December 31st of the previous year. Employers contribute 2.2 percent of the total salary to the fund.

Katla is a fund for BSRB member associations that have collective agreements with the Association of Icelandic Local Authorities.

 

Skipulagsskrá

Kötlu - Félagsmannasjóðs
1. gr.
Sjóðurinn heitir Katla - félagsmannasjóður. Heimili og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík.
Eftirtalin félög eiga aðild að sjóðnum:
Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum
FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónusta
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu
Sjúkraliðafélag Íslands
Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu
Starfsmannafélag Fjallabyggðar
Starfsmannafélag Fjarðabyggðar
Starfsmannafélag Garðabæjar
Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Starfsmannafélag Húsavíkur
Starfsmannafélag Kópavogs
Starfsmannafélag Suðurnesja
Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar


2. gr.
Aðild að sjóðnum eiga þeir félagsmenn ofangreindra aðildarfélaga BSRB sem greitt er
fyrir í sjóðinn.


3. gr.
Markmið sjóðsins er að stofna og reka sameiginlegan félagsmannasjóð á grundvelli
kjarasamninga aðildarfélaga BSRB og Sambands Íslenskra sveitarfélaga, sbr. gr.
13.10.1 í kjarasamningum frá 2020. Hlutverk sjóðsins er að auka tækifæri sjóðsfélaga
til starfsþróunar, m.a. með því að sækja sér fræðslu og endurmenntun og með því að
sækja ráðstefnur, þing og námskeið til þess að þróa sína starfshæfni.


4. gr.
Stjórn sjóðsins skal skipuð til þriggja ára í senn og skal hún skipuð fjórum fulltrúum
aðildarfélaga sem aðild eiga að sjóðnum. Sjóðsstjórn skiptir með sér verkum, setur sér
starfsreglur í samræmi við markmið sjóðsins og heldur fundargerðir. Stjórn skal halda
ársfund fyrir 1. júní ár hvert. Jafnframt skuli kosnir tveir félagslegir skoðunarmenn
reikninga til sama tíma.

5. gr.
Tekjur sjóðsins eru:

a.  Framlag sveitarfélaga samkvæmt kjarasamningi á hverjum tíma.
b.  Framlög annarra launagreiðenda en fram kemur í 3. gr. sem aðildarfélögin semja við.
c.  Tekjur sjóðsins af ávöxtun fjármagns.
d.  Aðrar tekjur.
Sjóðurinn skal ávaxtaður á þann hátt sem sjóðsstjórn telur hagkvæmast á hverjum tíma.


6. gr.
Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksárið. Reikningar skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðendum og borin upp á ársfundi sjóðsins.


7.gr.
Sjóðurinn er fjármagnaður með iðgjöldum þeirra sveitarfélaga og annarra viðsemjenda sem eiga aðild að sjóðnum í samræmi við ákvæði kjarasamninga hverju sinni og nánari ákvörðun stofnaðila.


8. gr.
Sjóðurinn nær markmiðum og hlutverki sínu með því úthluta úr sjóðnum jafnri upphæð hinn 1. febrúar ár hvert, fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember árið fyrir úthlutun, í samræmi við starfshlutfall og starfstíma félagsmanna. Fyrsta úthlutun verður 1. febrúar 2021. 


9. gr.
Ef rekstrarafgangur er af starfsemi sjóðsins skal verja honum síðar í þágu sjóðsins, þ.e. til styrkúthlutana.


10. gr.
Ákvörðun um slit sjóðsins á sér stað við gerð kjarasamninga stofnaðila. 


11. gr.
Reglur þessar er settar og samþykktar af stofnaðilum sjóðsins á stofnfundi þann 22.
október 2020.