Lög félagsins

Lög Kjalar stéttarfélags (PDF skjal)

Lög Kjalar stéttarfélags

I. KAFLI Nafn félagsins og hlutverk

1. gr.
Félagið heitir KJÖLUR stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Heimili þess og varnarþing er á
Akureyri. Félagssvæði þess er Austurland, Norðurland, Vesturland og Vestfirðir.
Félagið er stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu og skiptist í tvo hluta, opinberan hluta (O-hluta)
og almennan hluta (A-hluta).
Í O-hlutanum eru einstaklingar sem aðild eiga á grundvelli 1. til 3. töluliðs 3. gr. laga þessara. Um
starfsemi O-hluta félagsins gilda Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 við gerð
kjarasamninga.
Í A-hlutanum eru einstaklingar sem aðildarrétt eiga á grundvelli 4. til 5 töluliðs 3. gr. laga þessara. Um
starfsemi A-hluta félagsins gilda Lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 við gerð
kjarasamninga.

2. gr.

Hlutverk félagsins er:
a) að fara með umboð félagsmanna við gerð kjarasamninga og við aðrar sameiginlegar
ákvarðanir félagsmanna.
b) að sinna hagsmunagæslu félagsmanna í öllu því er varðar laun, önnur kjör og starfsréttindi
hvers konar.
c) félagið kemur opinberlega fram fyrir hönd félagsmanna.
d) að starfa að öðrum þeim málum sem að mati stjórnar mega verða félagsmönnum til heilla.
e) að efla samvinnu með öllum félagsmönnum og öðru launafólki.

II. KAFLI Félagsaðild

3. gr.

Rétt til inngöngu í félagið eiga:

1. Einstaklingar sem starfa hjá sveitarfélögum á félagssvæðinu.
2. Einstaklingar sem starfa hjá stofnunum ríkisins á félagssvæðinu sem áður voru stofnanir
sveitarfélaga.
3. Einstaklingar, sem starfa hjá sjálfseignarstofnunum á félagssvæðinu sbr. 2. gr. laga um
kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986.
4. Einstaklingar sem starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum á félagssvæðinu sem starfa í almanna
þágu, enda hafi viðkomandi stofnun eða starfsemi áður verið á vegum sveitarfélags, ríkis eða
sjálfseignarstofnunnar.
5. Einstaklingar sem starfa hjá félagasamtökum sem starfa í almannaþágu eða á grundvelli
almannafé.
6. Stjórninn er heimilt að samþykkja einstaklinga sem starfa utan almannaþjónustu og eiga ekki
aðild að öðru stéttarfélagi að undangenginn umræðu innan stjórna um lögmætar aðstæður
þar að baki.
7. Einstaklingur sem uppfyllir eitthvert af ofangreindum skilyrðum til þess að geta orðið
félagsmaður og greiðir félagsgjald til félagsins, telst þar með félagsmaður.

4. gr.

Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg tilkynning til stjórnar og öðlast hún gildi frá þeim tíma er hún berst
félagsstjórn enda sé félagsmaður þá skuldlaus við félagið. Úrsögn öðlast þó ekki gildi eftir að ákvörðun
um verkfall hefur verið tekin og meðan á verkfalli stendur, heldur frestast gildistaka hennar þar til
verkfalli lýkur.
Halda skal aukaskrá yfir þá sem ekki eru félagsmenn, en greiða gjald til félagsins skv. 2. mgr. 7. gr. laga
um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 og hafa tilkynnt það skriflega, að þeir óski ekki
eftir að vera félagsmenn. Þeir sem á aukaskrá eru, njóta ekki atkvæðisréttar né annarra félagsréttinda
svo sem aðildar að sjóðum félagsins, en taka laun eftir kjarasamningi félagsins og njóta þjónustu
samkvæmt honum. Ef sá sem á aukaskrá er óskar eftir að gerast félagsmaður skal hann tilkynna það
stjórn félagsins skriflega og telst þá félagsmaður frá því tilkynningin berst stjórninni.

5. gr.
Gangi félagi úr þjónustu stofnanna ríkisins, sveitarfélaga, sjálfseignastofnanna eða félaga sem falla
undir ákvæði 3. gr. eða hætti störfum hjá atvinnurekanda telst hann ekki lengur í félaginu.
Félagsmaður, sem verður atvinnulaus, á rétt til áframhaldandi félagsaðildar meðan hann er á skrá sem
atvinnulaus, enda eigi hann ekki aðild að öðru stéttarfélagi. Atvinnulausir greiða félagsgjald en heimilt
er stjórn félagsins að fella það niður að hluta eða öllu leyti.
Félagsmaður sem lætur af starfi meðan hann er félagsmaður fyrir aldursakir, vegna veikinda eða hefur
unnið sér rétt til eftirlauna eða örorkubóta, heldur réttindum skv. samþykktum í lífeyrisdeild ef hann
kýs, en skal vera gjaldfrjáls.
Rísi deila um lögmæti uppsagnar félagsmanns úr starfi telst hann þó félagsmaður þar til hún er til lykta
leidd.
Félagsmenn sem ráðnir eru til starfa hjá félaginu eða heildarsamtökum opinberra starfsmanna, halda
enn fremur óskertum félagsréttindum meðan þeir gegna slíku starfi.

6. gr.
Þeir félagsmenn sem greiða félagsgjöld til Kjalar teljast virkir félagsmenn. Einungis virkir félagsmenn
geta boðið sig fram, verið skipaðir og tekið að sér trúnaðarstörf fyrir Kjöl, sjóði, nefndir og ráð, ásamt
nefndum BSRB.
Verði lengra en þriggja mánaða rof á greiðslu félagsgjalds félagsmanns til félagsins leiðir það sjálfkrafa
til þess að félagsmaðurinn er leystur frá öllum trúnaðarstörfum fyrir Kjöl, sjóði, nefndir og ráð að
ásamt nefndum BSRB.
Stjórn Kjalar er þó heimilt að veita tímabundna undanþágu að hámarki 6 mánuði í senn til
áframhaldandi trúnaðarstarfa þrátt fyrir að félagsmaður sé ekki virkur félagsmaður.
Grein þessi á ekki við um starfsmenn meðan ráðning varir.

III. KAFLI Stjórn og stjórnarstörf

7. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð ellefu félagsmönnum, formanni og tíu meðstjórnendum, auk tveggja til
vara. Stjórnarmenn skulu kosnir til þriggja ára í senn. Formann skal kjósa sérstaklega. Stjórnin kýs úr
sínum hópi varaformann og ritara . Heimilt er stjórn að skipa undirnefndir vegna sérverkefna sem
stjórn hefur á borði sínu.

8. gr.
Trúnaðarmannaráð gerir tillögu um stjórnarmenn úr sínum röðum eða úr röðum almennra
félagsmanna. Við val á meðstjórnendum skal ávalt gætt að valdir séu fulltrúar frá hverri svæðisdeild.
Félagsmenn geta gert tillögu um stjórnarmenn og verða að minnsta kosti 25 félagsmenn að standa að
tillögu félagsmanna um hvern stjórnarmann. Allar tillögur skulu vera skriflegar og berast stjórn
félagsins a.m.k. þremur vikum fyrir aðalfund. Tillögum skal fylgja nafn, kennitala, starfsheiti,
heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillaga er gerð um. Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki
þeirra sem tillaga er gerð um en að öðrum kosti telst tillaga um hann ógild.

9. gr.
Kosning stjórnar fer fram við allsherjaratkvæðagreiðslu. Kjörstjórn skal senda félagsmönnum kjörgögn .
og skal við frágang þeirra hafa hliðsjón af því sem tíðkast við utan kjörfundarkosningu til Alþingis.
Atkvæðagreiðsla skal fara fram með rafrænum hætti ef því verður við komið, annars skriflegum og þá
skal hafa hliðsjón af því sem tíðkast við utankjörfundarkosningu til Alþingis varðandi frágang kjörgagna.
Kosning skal standa yfir í a.m.k. 10 daga ef hún er rafræn en 15 daga annars og skal henni lokið
sólarhring fyrir aðalfund. Atkvæði sem berast kjörstjórn að þeim tíma liðnum skulu ógild.
Komi fram tillaga um fleiri frambjóðendur en kjósa skal getur hver félagsmaður kosið allt að átta
meðstjórnendur og tvo varamenn. Þeir sem flest atkvæði hljóta teljast rétt kjörnir. Ef frambjóðendur
eru jafnmargir stjórnarsætum teljast þeir sjálfkjörnir.

Kjörseðill skal vera tvískiptur þannig:
1. hluti fyrir formannskjör.
2. hluti fyrir kjör meðstjórnenda og varamanna.
Nöfnum frambjóðenda skal raðað í stafrófsröð í hverjum hluta. Tilgreina skal nafn frambjóðenda,
vinnustað og starfsheiti. Komi fram tillaga um fleiri frambjóðendur en kjósa skal getur hver
félagsmaður kosið allt að tíu meðstjórnendur og tvo varamenn. Þeir sem flest atkvæði hljóta teljast
rétt kjörnir. Ef frambjóðendur eru jafnmargir stjórnarsætum teljast þeir sjálfkjörnir.

10. gr.
Ef fjórir stjórnarmenn krefjast þess skriflega, að haldinn sé stjórnarfundur til þess að taka fyrir eitthvert
tiltekið mál, skal formaður verða við þeirri beiðni innan þriggja sólarhringa. Sinni formaður ekki slíkri
kröfu innan tilgreinds frests, er stjórnarmönnum heimilt að boða til stjórnarfundar með eins
sólarhrings fyrirvara.

11. gr.
Ef stjórnarmaður gengur úr félaginu eða hættir stjórnarstörfum, skal varamaður taka sæti hans. Ef
fleiri en tveir stjórnarmenn ganga úr stjórn, skal stjórnin skipa stjórnarmenn og varamenn í þeirra stað
til bráðabirgða til næsta aðalfundar þegar stjórnarkjör skal fara fram.

12. gr.
Stjórnin fer með ákvörðunarvald í málefnum félagsins milli aðalfunda og annast framkvæmd ákvarðana
aðal- og félagsfunda og þeirrar stefnu sem þar hefur verið mótuð.
Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar mætir. Afl atkvæða ræður úrslitum mála
áStjórnarmönnum skal send dagskrá stjórnarfunda með umsömdum fyrirvara stjórnar. Boða skal
varamenn á stjórnarfundi.
Stjórnin ber ábyrgð á fjárreiðum og eignum félagsins og tekur allar meiriháttar ákvarðanir er lúta að
fjármálum og fjárhagsskuldbindingum þess.
Stjórnin vinnur að stefnumótun félagsins og stuðlar að framgangi mála sem félagið hefur sett sér.
Stjórnin sér um að skipulag og starfsemi félagsins sé í samræmi við lög þess.
Stjórnin skal hlíta lögum þessum og sjá um að þeim sé framfylgt, og hafa hagsmuni félagsmanna að
leiðarljósi.
Stjórn félagsins hefur æðsta vald í málefnum þess milli aðalfunda.
Stjórnin tekur ákvarðanir um ráðningu starfsmanna félagsins og semur um kjör þeirra.
Stjórnin felur formanni daglegan rekstur félagsins og ákveður laun hans.

13. gr.
Formaður er aðalforsvarsmaður félagsins. Hann boðar til funda og gegnir öðrum venjulegum
formannsstörfum.
Varaformaður gegnir störfum formanns í forföllum hans og er honum jafnframt til aðstoðar við lausn
mála.
Ritari heldur gjörðabók og færir í hana fundargerðir stjórnar og annarra funda á vegum stjórnar. Ritari
er varaformanni til aðstoðar í forföllum formanns.

IV. KAFLI Fulltrúaráð og trúnaðarmannaráð

14. gr.
Í fulltrúaráði sitja stjórn félagsins, aðal- og varamenn, aðaltrúnaðarmaður eða staðgengill hans frá
hverri svæðisdeild fyrir fyrstu 200 félagsmenn og að auki viðbótarfulltrúar fyrir hverja 200 félagsmenn
svæðisdeildar þar fram yfir eða brot úr þeirri tölu.
Hlutverk fulltrúaráðs er að vera stjórn félagsins til ráðuneytis. Fulltrúaráð kemur að stefnumótun
félagsins og gerð kjarasamninga. Fundir þess skulu vera a.m.k. tvisvar á ári.
Fulltrúaráð kýs samninganefnd við gerð kjarasamninga.
Samninganefnd kynnir stjórn, nýgerða kjarasamninga. Stjórn ákveður með hvaða hætti kynning fer
fram. Stjórn ákveður hvernig staðið skuli að atkvæðagreiðslu um kjarasamning. Getur form
kosningarinnar verið (1) skrifleg á kjörstað, (2) allsherjaratkvæðagreiðsla rafræn eða skrifleg eða (3)
meirihlutaákvörðun á félagsfundi.
Fundir fulltrúaráðs eru lögmætir ef 17 fulltrúaráðsmenn eru viðstaddir. Fundir skulu haldnir eins oft og
þurfa þykir. Skylt er að halda fulltrúaráðsfund ef 1/3 fulltrúa óska þess skriflega. Halda skal gjörðabók
yfir fundi fulltrúaráðs og er hún jafnframt gjörðabók stjórnar.

15. gr.
Í félaginu skal vera trúnaðarmannaráð, skipað trúnaðarmönnum sem kjörnir eru á vinnustöðum
samkvæmt 24. gr. þessara laga, 28. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986, og
9. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938, til tveggja ára í senn.
Trúnaðarmannaráð kemur saman a.m.k. einu sinni á ári. Hlutverk þess er að taka ákvarðanir um þau
málefni sem stjórnin leitar eftir til ráðsins, eins og öll meiri háttar hagsmuna-, stefnu- og félagsmál
hverju sinni. Formaður félagsins er formaður trúnaðarmannaráðs og boðar til funda.

V. KAFLI Kjörstjón og nefndir

16. gr.
Kjörstjórn skal skipuð þremur félagsmönnum og tveimur til vara og skal hún kosin á aðalfundi til þriggja
ára. Kjörstjórn skal taka saman tilnefningar til kjörs stjórnar, kjörstjórnar, löggilts endurskoðanda,
félagslegra skoðunarmanna og stjórnar átaks- og vinnudeilusjóðs.
Kjörstjórn annast aðrar kosningar á vegum félagsins sem stjórnin felur henni að sjá um og gætir þess
að félagaskrá sé rétt. Kjörstjórn tekur ákvörðun hvernig kosningu skuli háttað, rafræn eða skrifleg. Sé
kjörstjórnarmaður í framboði við stjórnarkjör, skal hann víkja sæti fyrir varamanni.
Kjörstjórn sker úr um gildi vafaatkvæða. Kjörstjórn ákveður, hvar og hvenær talning atkvæða fer fram.
Frambjóðendur við formannskjör eða umboðsmenn þeirra mega vera viðstaddir talningu. Kjörstjórn
skal halda gjörðabók og færa í hana allt sem kosningu varðar, undirbúning, framkvæmd og
niðurstöður.
Félagsmenn hafa frjálst val að kjósa þá menn sem í kjöri eru og skulu þeir gera það á þann hátt að
merkja við fyrir framan nafn þess er þeir kjósa. Öll önnur merki eða áritanir ógilda kjörseðilinn.

17. gr.
Stjórnin skipar í orlofsnefnd átta félagsmenn til þriggja ára í senn. Nefndinni er ætlað að vera stjórn
félagsins til aðstoðar við umsjón orlofsmöguleika sem félagið býður upp á hverju sinni. Nefndin skal
hafa umsjón með eignum orlofssjóðs félagsins. Stjórn setur nefndinni starfsreglur og vinnur
fjárhagsáætlun fyrir sjóðinn sem nefndin vinnur eftir. Leitast skal við að hafa fulltrúar frá hverri
starfsdeild.

18. gr.
Stjórnin skipar í lagabreytinganefnd þrjá félagsmenn og einn til vara, til þriggja ára í senn. Nefndin skal
sjá um endurskoðun á lögum félagsins.

19. gr.
Samninganefnd skal skipuð af fulltrúaráði. Samninganefndin hefur yfirumsjón með gerð einstakra
kjarasamninga við fyrirtæki, ríkið, sveitarfélög, sjálfseignastofnanir auk stofnanasamninga. Þegar
kemur að samningum fyrir einstaka hópa skal samninganefndin skipta sér niður og fá til liðs við sig
trúnaðarmenn eða félagsmenn sem starfa á þeim vettvangi sem um ræðir. Ákvarðanir um kaup og kjör
sem varða einn hópinn sérstaklega skulu einungis bornar undir hann.

VI. KAFLI Félagsfundur og aðalfundur

20. gr.
Félagsfundi skal boða með minnst tveggja sólarhringa fyrirvara, nema brýna nauðsyn beri til annars, að
dómi stjórnar sem boðar til fundarins. Fundurinn skal auglýstur á sem tryggilegastan hátt í fjölmiðlum
eða þar sem hentar þykir. Jafnan skal tilgreina fundarefni í fundarboðinu. Takist ekki að ljúka
fundarstörfum á einum fundi, skal boða til framhaldsfundar svo fljótt sem kostur er og eigi síðar en
innan sjö sólarhringa.
Fundar telst löglegur ef löglega er til hans boðað.
Félagsmenn geta krafist þess, að fundur verði haldinn í félaginu og er stjórninni skylt að taka það til
greina, ef 1/10 hluti félagsmanna krefst þess og tilgreinir fundarefni.
Afl atkvæða ræður úrslitum mála á félagsfundum nema þar sem öðruvísi kann að verða ákveðið í
lögum þessum.

21. gr.
Aðalfundur skal auglýstur á tryggilegan hátt með a.m.k. 35 sólarhringa fyrirvara. Jafnframt skal auglýst
eftir tillögum um stjórnarmenn þegar stjórnarkjör fer fram, sbr. 7-9. gr.
Aðalfundur skal haldinn fyrir lok apríl ár hvert. Takist ekki að ljúka aðalfundarstörfum á einum fundi,
skal boða til framhaldsaðalfundar eigi síðar en innan 20 daga. Leitast skal við að hafa aðalfundarstað
breytilegan eftir landshlutum milli ára.
Heimilt er að boða til aukaaðalfundar ef stjórn félagsins telur ástæðu til. Skal það þá gert með minnst
10 sólarhringa fyrirvara.
Dagskrá aðalfundar er sem hér segi:
1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félagsins á síðastliðnu ári.
2. Lagðir fram til úrskurðar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár.
3. Tekin ákvörðun um tillögur til lagabreytinga.
4. Úrslit allsherjaratkvæðagreiðslu í stjórnarkjöri kynnt.
5. Kosinn löggiltur endurskoðandi félagsreikninga, tveir skoðunarmenn og tveir til vara.
6. Kosnir þrír menn í kjörstjórn og jafnmargir til vara.
7. Kosning fulltrúa á þing BSRB það ár sem þingið er.
8. Ákveðið árgjald félagsmanna og skipting þess milli sjóða.
9. Tekin fyrir málefni starfsmenntunarsjóðs skv. reglum sjóðsins.(
10. Tekin fyrir málefni Átaks- og vinnudeilusjóðs, skv. reglugerð sjóðsins.
11. Samþykkt fjárhagsáætlun næsta árs.
12. Önnur mál sem getið er sérstaklega í fundarboði, s.s. kjaramál eða annað.
13. Önnur mál.
Töluliðir 4, 5, 6 og 7 eiga við eftir atvikum.

22. gr.
Fundum skal stjórnað samkvæmt fundarsköpum BSRB. Afl atkvæða ræður, en mál fellur á jöfnum
atkvæðum. Falli atkvæði jöfn í kosningu gildir hlutkestisreglan.

VII. KAFLI Fjármál

23. gr.
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Til þess að standa straum af kostnaði við starfsemi félagsins
greiða félagsmenn mánaðarlega félagsgjald til þess að samkvæmt ákvörðun aðalfundar og skal miðað
við hundraðshluta allra launa. Í félagsgjaldinu er innifalið árgjald til BSRB samkvæmt ákvörðun
bandalagsins. Einnig er innifalið gjald í Átaks- og vinnudeilusjóð og Áfallasjóð samkvæmt ákvörðun
aðalfundar.
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Endurskoðaðir reikningar félagsins skulu liggja frammi á
skrifstofu félagsins 10 sólarhringum fyrir aðalfund.
Tillögur sem fela í sér breytingar á útgjöldum fyrir félagsmenn er einungis heimilt að afgreiða á
aðalfundi félagsins að undangenginni kynningu á tillögunni í fundarboði.

VIII. KAFLI Svæðisdeildir og Starfsgreinadeildir

24. gr.
Innan félagsins starfa svæðisdeildir sem hafa það hlutverk að vinna hagsmunamálum
svæðisdeildarinnar og félagsins. Starfssvið deildarinnar þarf að hljóta staðfestingu stjórnar félagsins
sem setur þeim samþykktir jafnframt skulu deildirnar senda stjórn félagsins fundargerðir sínar. Fundir
svæðisdeildar skulu haldnir eftir því sem þurfa þykir. Skrifstofur Kjalar skal vera deildunum innan
handar.
Trúnaðarmenn í hverri svæðisdeild kjósa sér aðaltrúnaðarmann og tvo trúnaðarmenn
aðaltrúnaðarmanni til aðstoðar, þeir mynda síðan svæðisráð hverrar svæðisdeildar.

Helstu hlutverk svæðisdeilda eru:
1. Að afla upplýsinga fyrir aðalstjórn til framfara hverju sinni.
2. Að dreifa upplýsingum og aðstoða félagsmenn
3. Að funda þegar þurfa þykir um sérmál svæðisins og koma tillögum til aðalstjórnar.
4. Að gera tillögur til aðalstjórnar um fjárframlög til svæðisdeildarinnar.
5. Að halda fundi árlega með þátttöku stjórnar/ starfsmanna.
6. Að sjá um skemmtiferðir/árshátíðir.
7. Að stuðla að samheldni og samvinnu meðal félagsmann.
8. Að vinna að þeim hagsmunamálum sem upp koma hverju sinni

Svæðisdeildir eru sem hér segir:
• Borgarfjarðardeild
• Dala- og Snæfellsnesdeild
• Dalvíkurbyggðardeild
• FOSHÚN deild
• FOSVEST – deild
• Fjallabyggðardeild
• Skagafjarðardeild
• STAF – deild
• STAK – deild

25. gr.

Starfsgreinadeild, geta þeir stofnað, sem vinna sambærileg störf. Starfsgreinadeild er stofnuð þvert á
félagið. Hlutverk starfsgreinadeilda er að mynda sameiginlegan starfsvettvang til að efla faglega þætti
starfanna og hagsmuni um kjara- og réttindamál. Stjórn setur samþykktir um starfsgreinadeildir.

26. gr.
Innan félagsins starfar lífeyrisdeild fyrir félagsmenn sem láta af störfum vegna aldurs eða örorku
Samþykktir deildarinnar þurfa að hljóta staðfestingu stjórnar félagsins. Í þeim skal m.a. kveðið á um
tilgang deildarinnar, sem er að fjalla um sérmál er varða réttindi lífeyrisþega og hagsmuni, svo og
almennt félagsstarf og kynningu. Formaður deildar lífeyrisþega skal boðaður á stjórnarfundi þegar á
dagskrá eru mál sem varða málefni lífeyrisþega.

IX. KAFLI Trúnaðarmenn

27. gr.
Stjórn félagsins skal sjá um að félagsmenn kjósi trúnaðarmenn á vinnustöðum samkvæmt 28. gr. laga
um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 og 9. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr.
80/1938.

X. KAFLI Verkföll og aðrar vinnudeilur

28. gr.
Stjórn, að höfðu samráði við viðkomandi samninganefnd tekur ákvörðun um allsherjaratkvæðagreiðslu
um boðun verkfalls, og fer um boðunina skv. 15. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr.
94/1986 eða II. kafla lagaum stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 eftir því sem við á.
Samkomulag um kjarasamning skal samninganefnd félagsins undirrita með fyrirvara.
Um endanlegt samþykki þeirra félagsmanna sem kjarasamningurinn tekur til, skal viðhafa
allsherjaratkvæðagreiðslu eins fljótt og kostur er.
Samninganefnd tekur ákvörðun um frestun eða afboðun verkfalls eftir undirritun kjarasamnings.

XI. KAFLI Ýmis ákvæði

29. gr.
Heimilt er að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu um stærri mál. Stjórn tekur ákvörðun
um allsherjaratkvæðagreiðslu og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er endanleg ákvörðun.
Kjörstjórn sér ásamt stjórn félagsins um undirbúning og framkvæmd allsherjaratkvæðagreiðslna og
skal hún sjá um að þær fari fram á tryggilegan hátt. Heimilt er að viðhafa rafræna kosningu samkvæmt
frekari ákvörðun kjörstjórnar. Kjörstjórn staðfestir kjörskrá og ákveður hverju sinni meðferð kjörgagna
og fyrirkomulag á talningu atkvæða.

30. gr.
Lögum þessum verður ekki breytt nema á aðalfundi. Heimilt er þó á aðalfundi að ákveða að vísa þeim
tillögum til lagabreytingar, sem mikla þýðingu hafa, til samþykktar eða synjunar félagsmanna í
allsherjaratkvæðagreiðslu og þurfa tillögur að lagabreytingum að hafa borist stjórn félagsins fjórtán
dögum fyrir aðalfund. Tillögur til lagabreytinga skulu liggja frammi á skrifstofu félagsins 10
sólarhringum fyrir aðalfund. Til þess að lagabreytingar öðlist gildi þarf að samþykkja þær með 2/3
hlutum greiddra atkvæða.
Ákvæði 31. gr. laga þessara verður ekki breytt nema með samþykki tveggja aðalfunda.

XII. KAFLI Slit félagsins

31. gr.
Leysist félagið upp eða verði lagt niður, þarfnast sá gjörningur tveggja aðalfundarsamþykkta og
staðfestingar 2/3 hluta greiddra atkvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu. Fyrir fyrri aðalfundinn skal leggja
fram tillögur um hvað verði um eignir félagsins er því er slitið.

XIII. KAFLI Ákvæði til bráðabirgða

Á meðan þróun er í sameiningarmálum Kjalar stéttarfélags við önnur bæjarstarfsmannafélög er stjórn
félagsins heimilt að tryggja að nýsameinað félag fái einn stjórnarmann í stjórn félagsins fram að næsta
stjórnarkjöri. Einnig skal stofnuð ný deild með nafni hins nýsameinaða félags.

Samþykkt á Aðalfrundi Kjalar þann 30. mars 2022