- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Samþykktir Átaks- og vinnudeilusjóðs
1. grein
Sjóðurinn heitir Átaks- og vinnudeilusjóður Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu kt. 620304-2710 og er eign þess. Heimili sjóðsins og varnaþing er á Akureyri.
2. grein
Eignir sjóðsins eru eins og staða Vinnudeilusjóðs Kjalar er þann 21.12. 2012. Jafnframt tekur sjóðurinn yfir þær fjárhagsskuldbindingar sem Vinnudeilusjóður Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu hafði við niðurlagningu hans.
3. grein
Tilgangur Átaks og vinnudeilusjóðs er:
- Að styrkja verkefni sem stjórn samþykkir með 2/3 hluta atkvæða að fenginni umsögn stjórnar Kjalar stéttarfélags.
- Að vera eigandi fasteigna sem ætlað er að styrkja félagslega uppbyggingu vegna félagsins.
Sjóðurinn skal standa undir sér sjálfur. Ekki má ráðstafa peningalegri eign hans niður fyrir 15 miljónir miðað við lánskjaravísitölu 1. janúar 2013. Sjóðurinn hefur sjálfstæðan fjárhag og starfar samkvæmt sérstakri reglugerð.
4. grein
Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum, kosnum á aðalfundi til þriggja ára í senn. Gjaldkeri félagsins er sjálfkrafa formaður Átaks- og vinnudeilusjóðs en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum.
5. grein
Breytingar á samþykktum þessum má aðeins gera á aðalfundi og ná þær því aðeins samþykki að 2/3 hlutar atkvæða séu þeim fylgjandi
6. grein
Verði Átaks- og vinnudeilusjóður Kjalar lagður niður ráðstafar aðalfundur Kjalar eignum hans.
Fyrst samþykkt á aðalfundi STAK 10. apríl 1978. Þannig samþykkt á framhaldsaðalfundi - sameiningarfundi KJALAR stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu þann 15. maí 2004. Breytt í Átaks- og vinnudeilusjóð á aðalfundi Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu 19. mars 2013 og tók þá strax gildi.