- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Persónuálag til launa vegna menntunar á framhaldsskólastigi umfram kröfur til starfs
Grein 10.2.3 Menntun á framhaldsskólastigi
Þeir starfsmenn sem hafa lokið starfstengdu námi á framhaldsskólastigi eða stúdentsprófi fá persónuálag sem nemur 2% fyrir hverjar 100 fein. Skilyrt er að námið tengist starfi viðkomandi starfsmanns.
Framangreint gildir ekki ef gerð er krafa um tiltekna framhaldskólamenntun í starfið og tekið hefur verið tillit til við röðun í starfsmati.
Hækkun samkvæmt grein þessari getur mest orðið 4% og skal taka gildi næstu mánaðamót eftir að starfsmaður leggur fram fullnægjandi gögn um námslok. Einingar eru aldrei tvítaldar.
Þeir sem þegar njóta persónuálags á grundvelli eldri ákvæða kjarasamningsins halda því meðan þeir starfa hjá viðkomandi sveitarfélagi.
Almenn námskrá framhaldsskóla kveður á um að stúdentspróf skuli vera á bilinu 200 til 240 fein og er á þriðja hæfniþrepi.
Grein 10. 2. 4. í kjarasamningi við Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Starfsmenn sem hafa meistarabréf í löggildri iðngrein fá 2% persónuálag fyrir hverjar 100 fein sem tengist starfi viðkomandi. Framangreint gildir ekki þar sem gerð er krafa um tiltekna framhaldsmenntun í starf sem tekið hefur verið tillit til við röðun þess í starfsmati.Hækkun samkvæmt grein þessari getur mest orðið 4% og skal taka gildi næstu mánaðamót eftir að starfsmaður leggur fram fullnægjandi gögn um námslok. Einingar eru aldrei tvítaldar.
Þeir sem þegar njóta persónuálags á grundvelli eldri ákvæða kjarasamningsins halda því meðan þeir starfa hjá viðkomandi sveitarfélagi.
Dæmi: Starfsmaður sem starfar iðnaðarmaður en ekki er gerð krafa um meistararéttingi heldur einungis sveinspróf. Hann fengi 4% fyrir að vera með meistarapróf sem er meira en 100 feiningar á framhaldsskólastigi. ajb
Hafi starfsmaður, sem sinnir starfi þar sem ekki er gerð krafa um háskólamenntun, lokið háskólaprófi allt að 180 ECTS, er heimilt að meta nám hans til 2% persónuálags fyrir hverjar 30 ECTS einingar.
Sé þessi heimild nýtt ávinnur starfsmaðurinn sér ekki persónuálag samkvæmt gr. 10.2.1, 10.2.3 og 10.2.4.
Hækkun samkvæmt grein þessari getur mest orðið 12% og skal taka gildi næstu mánaðamót eftir að starfsmaður leggur fram fullnægjandi gögn um námslok. Einingar eru aldrei tvítaldar.
Dæmi: Starfsmaður vinnur á bókasafni sem bókavörður II, hann hefur stúdentspróf þegar hann hefur störf og fær það metið til 4%. Á starfstíma lýkur hann BA prófi í kennslufræði (180 ein) sem er kemur að góðum notum í hans starfi. Eftir mat á því fær hann 12% persónuálag en missir 4% sem hann hafði vegna stúdentsprófsins. ajb
Starfsmaður sem er í starfi þar sem krafist er háskólamenntunar ávinnur sér ekki persónuálag samkvæmt gr. 10.2.1, 10.2.3, 10.2.4 og 10.2.5, enda tekið tillit til menntunar hans við röðun starfsins í starfsmati.
Almennur starfsmaður eða leiðbeinandi sem lokið hefur 90 ECTS eininga námi til B.Ed. gráðu í leikskólafræðum skal fá 4% hækkun á persónuálagi. Þegar B.Ed. gráðu er náð falla persónuálagsstigin niður.
10.2.7 Viðbótarmenntun á háskólastigi. Gerð er krafa um háskólamenntun í starfi.
Ljúki starfsmaður formlegri prófgráðu á háskólastigi umfram grunnpróf (180 ECTS) hækkar persónuálag hans um 2% fyrir hverjar 30 ECTS einingar.
Hækkun skv. þessari grein á þó einungis við þegar námið er ekki metið í starfsmati eða leiðir til þess að starfsmaður flyst í annað starf.
Hækkun samkvæmt grein þessari getur mest orðið 16% og skal taka gildi næstu mánaðamót eftir að starfsmaður leggur fram fullnægjandi gögn um námið. Einingar eru aldrei tvítaldar.
Grein 10.3.1 Heimilt er að veita starfsmanni, sem starfað hefur skv. þessum samningi samfellt í 3 ár, launað leyfi í samtals þrjá mánuði til þess að stunda viðurkennt nám sem veitir ákveðin starfsréttindi.
Sveitarfélög geta sett nánari reglur um veitingu launaðra námsleyfa sem samræmast símenntunaráætlunum þeirra.
Laun í námsleyfi miðist við föst laun, vaktaálag og meðaltal starfshlutfalls síðustu 3 ár samkvæmt ráðningarsamningi viðkomandi starfsmanns.
Dæmi: Starfsmaður sem sækir lotur í skóla sem stendur yfir í þrjá til fjóra daga tvisvar á skólaönn gæti sótt um frí á launum þá daga. Námið þarf ekki að tengjast starfi viðkomandi heldur er allt nám talið nýtast samfélaginu. Þannig gæti sundlaugavörður verið í námi í bifvélavirkjun. ajb