- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Orlofssjóður Kjalar stéttarfélags hefur til útleigu sjö íbúðir allt árið um kring. Fimm íbúðir í Reykjavík og eina í Kópavogi. Íbúðirnar eru vel búnar húsgögnum og húsbúnaði. Hægt er að leigja þær í viku, helgar eða stakar nætur en þó aldrei lengur en viku hverju sinni.
Skilmálar leigutaka:
Leigutaki ber ábyrgð á dvalarstað meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til að bæta það tjón sem verða kann. Umgengnisreglur er að finna á leigustað og ber að kynna sér þær og fara eftir þeim í einu og öllu.
Verði leigutaki eða gestir hans uppvís að slæmri umgengni eða brotum á þeim reglum sem gilda, á hann á hættu að innheimt verði óþrifagjald allt að kr. 30.000 og að verða útilokaður frá frekari leigumöguleikum.
Gæludýr eru stranglega bönnuð í öllum húsum og íbúðum félagsins sem og á þeim útisvæðum sem þeim tilheyra og gildir það líka um gæludýr gesta. Reykingar og notkun rafretta eru bannaðar innandyra.
Leigjanda er almennt óheimilt að framselja leigurétt sinn eða framleigja hið leigða húsnæði án samþykkis leigusala.
Áríðandi er að skila lyklum í lyklabox við brottför og ef sóttir voru lyklar á skrifstofu þarf að skila þeim þangað aftur.
Skilmálar vegna afbókana
Til þess að afbóka skal senda tölvupóst á kjolur@kjolur.is með afriti af leigusamningi eða pöntunarnúmeri viðkomandi bókunar.
Sektir vegna brota á reglum Orlofssjóðs
Auk sekta getur brot á ofangreindu varðað útilokun frá orlofskerfi Kjalar.
Ágreinings vegna þessa má vísa til stjórnar Orlofssjóðs.
Samþykkt af stjórn Orlofssjóðs Kjalar stéttarfélags
Mars 2023