- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Kjölur stéttarfélag gefur árlega út „Vinnutímabók“. Bókin er sérstaklega vinsæl meðal vaktavinnufólks þar sem hún er hentug til þess að skrá niður unnar vaktir. Ýmsar aðrar upplýsingar má skrá í bókina, auk þess sem í henni eru ábendingar um kjaramál, upplýsingar um uppbyggingu félagsins, listi yfir starfandi trúnaðarmenn félagsins og yfirlit yfir hlutverk trúnaðarmanna.
Bókarkápan er einkar glæsileg en verkin sem prýða forsíðu og baksíðu eru eftir hönnuðinn Ingibjörgu Berglindi Guðmundsdóttur.
Hér er hægt að panta bók fyrir árið 2025 og verður hún send til félagsfólks í pósti. Einnig er hægt að koma við á skrifstofum Kjalar og ná í eintök af bókinni.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.