- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Kjölur er stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu sem varð til við sameiningu Félags opinberra starfsmanna í Húnavatnssýslum, Starfsmannafélags Akureyrarbæjar, Starfsmannafélags Borgarbyggðar, Starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar og Starfsmannafélags Siglufjarðarkaupstaðar, á fundi í Munaðarnesi 15. maí 2004. Þann 17. febrúar 2014 var samþykkt á aðalfundi Starfsmannafélags Skagafjarðar að sameinast Kili stéttarfélagi og tók sameiningin strax gildi. Á haustmánuðum 2021 sameinuðust fjögur félög við Kjöl nánar tiltekið þann 23.september 2021 Starfsmannafélag Fjarðarbyggða, þann 21. október Starfsmannafélaga Dala og Snæfellsnessýslu, þann 23.október Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og þann 27. október Starfsmannafélag Fjallabyggðar og tók sameiningin gildi 1. janúar 2022.
KJÖLUR stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu er aðildarfélag BSRB.
Tilgangur félagsins er að vera í forsvari fyrir einstaklinga við gerð kjarasamninga og vinna að öðrum hagsmunamálum, vernda réttindi félaganna og beita sér gegn hvers konar misrétti í launagreiðslum og starfskjörum. Félagsmenn eru um 1931. Konur eru 71% félagsmanna.
Félagið skiptist í tvo hluta, opinberan hluta og almennan hluta.
Til opinbera hlutans teljast:
Til almenna hlutans teljast:
Félagsgjald - utan félagsmenn
Samkvæmt lögum Kjalar verða þeir sem taka laun eftir kjarasamningi þess sjálfkrafa félagsmenn og greiða gjald til þess sem er 1% af öllum launum. Ef viðkomandi vill ekki vera í félaginu getur hann sagt sig úr því, en þarf eftir sem áður að greiða gjald til þess samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna.