Skilmálar leigutaka

Orlofshús Kjalar eru í boði í fjórum landshlutum, þ.e. í Munaðarnesi, Húsafelli, Varmahlíð, á Eiðum, í Kjarnaskógi, Vaðlaheiði gengt Akureyri og í Bláskógarbyggð. Húsin eru leigð út á orlofstíma samkvæmt úthlutunarkerfi sem upplýsingar eru um hér á síðunni en umsóknir og úthlutanir fara fram snemma vors til vikuleigu.

Flest húsanna standa félagsmönnum einnig til boða á öðrum tímum ársins í sólarhrings- eða helgarleigu þó aldrei lengur en viku. 

Hafa þarf meðferðis sængurfatnað (lín), handklæði, diskaþurrkur, borðklúta, gólftuskur, salernispappír og þess háttar.

Skilmálar leigutaka:

  1. Leigutaki ber ábyrgð á dvalarstað meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til að bæta það tjón sem verða kann. Umgengnisreglur er að finna á leigustað og ber að kynna sér þær og fara eftir þeim í einu og öllu.

  2. Verði leigutaki eða gestir hans uppvís að slæmri umgengni eða brotum á þeim reglum sem gilda, á hann á hættu að innheimt verði óþrifagjald allt að kr. 30.000 og að verða útilokaður frá frekari leigumöguleikum.

  3. Gæludýr eru stranglega bönnuð í flestum húsum og íbúðum félagsins sem og á þeim útisvæðum sem þeim tilheyra og gildir það líka um gæludýr gesta. Reykingar og notkun rafretta eru bannaðar innandyra. Hundar eru leyfðir í Lyngás, bláskógarbyggð og í Húsafelli.

  4. Leigjanda er almennt óheimilt að framselja leigurétt sinn eða framleigja hið leigða húsnæði án samþykkis leigusala.

  5. Áríðandi er að skila lyklum í lyklabox við brottför og ef sóttir voru lyklar á skrifstofu þarf að skila þeim þangað aftur.

 

Áríðandi er að skila lyklum í lyklaboxið við brottför.

 

Skilmálar vegna afbókana

Til þess að afbóka skal senda tölvupóst á kjolur@kjolur.is með afriti af leigusamningi eða pöntunarnúmeri viðkomandi bókunar.

  • Almenna reglan um afbókanir er að félagsmaður getur afbókað orlofseign og fengið endurgreitt að fullu ef beiðnin berst með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.
  • Berist afbókun með minna en tveggja vikna fyrirvara er innheimt afbókunargjald að upphæð kr. 2.000.
  • Berist afbókun með minna en 48 tíma fyrirvara er innheimt afbókunargjald að upphæð kr. 12.000.
  • Sé leigutímabil þegar hafið er ekki endurgreidd leiga.
  • Ef um er að ræða óviðráðanleg atvik svo sem veðurofsa, náttúruhamfarir eða bein tilmæli yfirvalda er endurgreitt að fullu.
  • Dvelji félagsmaður í húseigninni er leiga ekki endurgreidd.

Sektir vegna brota á reglum Orlofssjóðs

  • Óþrifnaður kr. 30.000
  • Óþrifinn heitur pottur/grill kr. 5.000
  • Óheimil framleiga fyrir hvern sólarhring sem leigutaki leigði húsið kr. 5.000
  • Óheimilar reykingar og notkun rafretta kr. 25.000
  • Gæludýr þar sem ekki er heimilt, varðar brottvísun og sekt kr.25.000
  • Tjón eða skemmdir á húsbúnaði allt að kr. 25.000
  • Óheimilt tjald/tjaldvagn/hjólhýsi o.s.frv. við hús kr. 25.000
  • Hleðsla rafbíla í gegnum hefðbundna heimilistengla orlofseigna kr. 25.000
  • Sein brottför án samráðs allt að kr. 10.000.
  • Mætt of snemma án samráðs allt að kr. 10.000.
  • Stjórn orlofssjóðs tekur ákvörðun um frekari sektir eftir þörfum.

Auk sekta getur brot á ofangreindu varðað útilokun frá orlofskerfi Kjalar.

Ágreinings vegna þessa má vísa til stjórnar Orlofssjóðs.

Samþykkt af stjórn Orlofssjóðs Kjalar stéttarfélags

Mars 2024