- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Þessa dagana stendur trúnaðarmannafræðsla Kjalar stéttarfélags yfir á hótel KEA Akureyri. Öllum trúnaðarmönnum félagsins stendur til boða að taka þátt í fræðslunni.
Nýtt kjörtímabil hjá trúnaðarmönnum hófst í október sl. og stendur kjörtímabilið yfir í tvö ár. Að sinna starfi trúnaðarmanns krefst mikillar þekkingar á kjarasamningum og starfsumhverfi félagsmanna auk góðrar samskiptafærni. Trúnaðarmenn félagsins eru tæplega fimmtíu talsins, mikið var um endurkjör.
Einhverjir trúnaðarmenn eiga eftir að skila inn upplýsingum um kjörinn trúnaðnaðarmann. Það er alltaf hægt að skila inn upplýsingum í gegnum heimasíðu Kjalar hér. Tilkynning tryggir réttarstöðu og vernd trúnaðarmanns á vinnustað.
Trúnaðarmenn Kjalar stéttarfélags eru upp til hópa harðduglegt fólk og hornsteinar félagsins.
Trúnaðarmenn eru fulltrúar stéttarfélaga á vinnustað, þeir eru kjörnir af starfsmönnum og skipaðir af stéttarfélaginu. Í V. kafla laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 er ítarlega fjallað um trúnaðarmenn á vinnustöðum. Þar segir að á hverri vinnustöð þar sem a.m.k. fimm menn vinna sé starfsmönnum heimilt að kjósa úr sínum hópi einn trúnaðarmann. Á vinnustöð þar sem fimmtíu menn eða fleiri vinna má kjósa tvo trúnaðarmenn.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.