Innanhússfræðsla

Sjóðurinn hefur þríþætt hlutverki með því að veita styrki til innanhússfræðslu á sviði símenntunar sem eru í samræmi við markmið hans til: 

a) sveitarfélaga, stofnana og vinnuveitenda sem greiða í sjóðinn,
b) Kjalar stéttarfélags, Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu v/ Akranes og Seltjarnarnes
c) verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur eða á aðkomu að.

Umsóknir skulu sendar stjórn sjóðsins þar sem fram kemur lýsing á þeirri innanhússfræðslu sem sótt er um styrk til, skipulagi hennar, efnisinntaki, áætlaðri framkvæmd, kostnaði, öðrum styrkjum og framlagi umsækjanda. Úthlutun úr sjóðnum skal fara fram a.m.k. ársfjórðungslega. 

Stjórn sjóðsins er heimilt við sérstakar aðstæður að víkja frá reglum þessum.

Stjórn ákvarðar hvaða fjármagni verður veitt í styrki í samræmi við áherslur stjórnar hverju sinni. Úthlutun úr sjóðnum fer fram ársfjórðungslega eða oftar eftir því sem þörf krefur.

Námskeið sem haldið er og skipulagt af vinnuveitanda sjálfum er ekki styrkhæft né námskeiðsgögn/bækur.

Sækja um hér