- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Samþykktir um Vísindasjóð Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu v/ háskólamenntaðra félagsmanna.
1. gr.
Sjóðurinn heitir Vísindasjóður Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu v/háskólamenntaðra félagsmanna. Heimili sjóðsins og varnarþing er á Akureyri.
2. gr.
Aðild að sjóðnum eiga þeir félagsmenn Kjalar stéttarfélags sem eru með háskólapróf og greitt er fyrir í sjóðinn
3. gr.
Markmið sjóðsins er að auka tækifæri sjóðfélaga til framhaldsmenntunar, endurmenntunar, rannsókna og þróunarstarfa. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarstyrki, styrki vegna námskeiða, sem stéttarfélagið eða einstök fagfélög eða félagshópar standa fyrir, aukaþóknun fyrir óvenju umfangsmikil verkefni, og aðstoði sjóðfélaga til endurmenntunar eða á annan hátt samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins.
4. gr.
Stjórn Kjalar skipar stjórn sjóðsins til þriggja ára í senn og skal hún skipuð einum fulltrúa frá stjórn Kjalar og tveim sjóðsfélögum. Sjóðsstjórn skiptir með sér verkum og setur sér starfsreglur í samræmi við markmið sjóðsins.
Stjórnin skal halda gerðabók og rita í hana allar samþykktir sínar. Til þess að samþykkt sé lögmæt þarf meirihluti stjórnarmanna að greiða henni atkvæði.
5. gr.
Tekjur sjóðsins eru:
a. Framlag Akureyrarbæjar eða annarra launagreiðanda samkvæmt kjarasamningi á hverjum tíma.
b. Vaxtatekjur.
c. Aðrar tekjur.
Sjóðurinn verði ávaxtaður á þann hátt, sem sjóðsstjórn telur hagkvæmast á hverjum tíma.
6. gr.
Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksárið.
Reikningar skulu liggja fyrir í síðasta lagi í lok febrúar ár hvert og skulu þeir endurskoðaðir af til þess kjörnum endurskoðendum.
7. gr.
Reglur þessar eru settar í stjórn Kjalar 2. september 2003.