- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Þann 1. nóvember síðastliðinn var leitt inn í samninga sveitarfélaga og ríkis að vinnuvikan skuli vera 36 virkar vinnustundir. Í kjarasamningunum 2020 var samið um að vinnuvikan styttist um fjórar stundir að hámarki á vinnustöðum þar sem unnið var í dagvinnu. Styttingin tók gildi þann 1. janúar 2021 hjá dagvinnufólki. Breytingar á vinnufyrirkomulagi og skipulag á hverjum vinnustað var háð samtali starfsfólks og vinnuveitanda. Útfærslan þurfti að taka mið af starfsemi vinnustaðar og var því ólík mill vinnustaða. Innleiðingin gekk almennt vel og hátt hlutfall vinnustaða bæði hjá ríki og sveitarfélögum valdi að fara í hámarks styttingu.
Hlé frá störfum
Markmið vinnutímabreytinga snúa m.a. að heilsu og öryggi starfsfólks. Regluleg hlé frá störfum hafa bein áhrif á andlega og líkamlega líðan starfsfólks og þess vegna er t.a.m. sérstaklega fjallað um þau í tengslum við hvíld frá störfum í lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Nú er í kjarasamningum kveðið á um að starfsfólki í dagvinnu sé heimilt að neyta matar og drykkja við vinnu sína þegar því verður við komið starfsins vegna en hefur ekki forræði yfir þeim hléum, nema um annað sé samið. Heimild sú sem vísað er í er háð samkomulagi stjórnenda stofnunar og einfalds meirihluta þeirra starfsmanna sem málið varðar.
Á þeim vinnustöðum þar sem starfsfólk getur brugðið sér frá störfum til að nærast eða hvílast eru hlé ekki sérstaklega tímasett. Í öðrum störfum þar sem slíkt er erfiðara svo sem vegna þess að starfsfólk þarf að leysa hvert annað af til að taka hlé frá störfum þarf að gera ráð fyrir því sérstaklega við skipulag vinnudagsins. Ákvörðuð lengd þeirra lengir daglega viðveru starfsmanna samsvarandi enda eru slík hlé ekki hluti virks vinnutíma. Dæmi eru um að starfsfólk kjósi að fara heim í hádegishléinu eða hafa tiltekna lengd á hléi fyrir og/eða eftir hádegi. Það verður áfram heimilt en þá er það ákvörðun vinnustaðarins, þ.e. stjórnenda stofnunar og einfalds meirihluta starfsfólks, hvert fyrirkomulag slíkra hléa verður.
Launadreifing er ekki sama og vinnutímadreifing
Við innleiðingu breytinganna hafa ákveðnir hópar á vinnumarkaði setið eftir vegna eðli starfa þeirra, en þar ber helst að nefna starfsfólk grunnskóla. Innleiðing á 36 stunda vinnuviku með tilliti til laundreifingar hefur valdið talsverðum breytingum, launadreifing á að vera val hvers og eins ekki regla. Ljóst er að starfsemi skóla er 9,5 mánuði á ári og hefur launadreifing verið sett upp til þess að brúa það bil sem vinna og orlof nær ekki til eða um það bil 20 daga.
Borið hefur á að skólastjórar hafi ákveðið að tilteknir dagar séu ólaunaðir frídagar sökum þess að starfsfólk hafi ekki verkefni þá daga. Einhliða ákvörðun um ólaunaða frídaga rúmast ekki innan heimildar kjarasamninga. Vinna við launadreifingu og söfnun tíma og frídaga er enn ófrágengin við Samband íslenskra sveitarfélaga og er vinnu vegna hennar hvergi nær full frágengin.
Ákvæði kjarasamninga hafa að geyma lágmarkskjör sem gilda vegna starfa sem falla undir gildissvið hlutaðeigandi kjarasamninga. Í því felst að kjarasamningur leggur grunn að lágmarkskjörum allra sem taka laun og önnur starfskjör samkvæmt hlutaðeigandi kjarasamningi. Þá ber vinnuveitanda að tryggja við gerð ráðningarsamninga að laun og önnur starfskjör séu ekki lakari en kveðið er á um í hlutaðeigandi kjarasamningi.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.