- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Aðalfundur Kjalar var haldinn í gær 29. mars 2023 og mættu yfir 60 manns til fundarins. Arna Jakobína, formaður Kjalar, flutti skýrslu stjórnar þar sem hún fór meðal annars yfir starfsemi félagsins á liðnu ári og þær breytingar sem orðið hafa á félaginu eftir sameiningu en árið 2022 var fyrsta heila rekstrarárið eftir að Kjölur og fjögur önnur stéttarfélög starfsmanna í almannaþjónustu sameinuðust.
Á fundinum var ný stjórn félagsins til næstu þriggja ára kynnt. Þrír nýir stjórnarmenn tóku nú sæti í stjórn. Anna Guðný, rekstarstjóri Kjalar, fór á fundinum yfir stöðu fjármála félagsins. Þar lýsti hún því að fjárhaglegur ávinningur sameininga félaganna sem sameinuðust Kili sé ekki framkomin en hann mætti sjá á næsta ári.
Í tengslum við aðalfundinn var haldið trúnaðarmannaþing Kjalar sem lauk í dag, fimmtudag. Þar voru fjölbreytt fræðsluerindi sem tengjast starfi félagsins, kjaramálum, jafnréttismálum, farið yfir lestur launaseðla og margt fleira.
Allt efni fundarins er aðgengilegt á síðu aðalfundar hér:
Fréttabréf Kjalar er aðgengilegt hér:
Orlofsblað félagsins er að finna hér:
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.