- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Ánægjulega mikil þátttaka var á aðlfundi félagsins sem haldinn var í gær, miðvikudag 30. mars, bæði í stað-og fjarfundi.
Farið var yfir starfsemi sl. árs. Þar sem farið var yfir samningu við önnur stéttarfélög, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, F.O.S Vest, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, SDS, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, St. Fjall, og Starfsmannafélaga Fjarðarbyggðar, STAF.
Farið var yfir þau kjaramál sem eru á döfinni:
• Fimm ára endurskoðun á störfum sem eru metin eftir starfsmatskerfinu SAMSTARF (ferkari upplýsingar í frétt um 5 ára endurskoðun birt síðar)
• Afar hægt hefur gengið að fá starfslýsingar frá sveitarfélögum og er það meginástæða þess að endurskoðunarvinnan er ekki komin lengra.
• Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga rennur út 31. mars 2023 og það sama er um kjarasamning vegna tónlistarkennara er til 31. mars 2023.
• Fari yfir ýmsa samninga og stofnanasamninga og endurskoðun á þeim.
Þá voru tillögur stjórnar til aðalfundar voru samþykktar, m.a. um óbreytt félagsgjald, þ.e. 1% af öllum launum og skiptingu þess í Átaks- og vinnudeilusjóð og Áfallasjóð. Ársreikningur Kjalar fyrir árið 2021 var samþykktur.
Tap félagsins á liðnu ári nam tæplega 700 þ. króna. En það má að mestu rekja til samningar og kostnaði við þær ásamt breytingum í starfsmannahaldi á skrifstofu.
Eignir félagsins í árslok voru rúmlega 105 milljónir, bókfært eigið fé rúmlega 99 milljónir króna.
Orlofssjóður skilaði hagnaði um 13,8 milljónum króna þrátt fyrir miklar endurbætur.
Fræðslusjóður var líka rekinn með hagnaði sem var um 3,9 milljónir króna.
Farið var yfir rekstraráætlun ársins 2022 og gert er ráð fyrir 6,5 milljóna króna hagnaði vegna yfirstandandi árs.
Allt efni fundarins er að finna hér.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.