- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Aðalfundur félagsins var haldin á fjarfundabúnaði í gær (25. mars) og var nokkuð góð mæting félagsmanna.
Allt starf stjórnar hefur frá upphafi faraldursins verið á fjarfundum og það sama á við um samskipti við trúnaðarmenn,
kynningarfundi vegna vinnutímastyttingarinnar og þannig má áfram telja. Samskipti við félagsmenn hafa verið
með fjarfundafyrirkomulaginu, auk hefðbundinna síma- og tölvusamskipta en heilt yfir er mér óhætt að segja að okkur
hafi tekist vel að láta starfið ganga þrátt fyrir þær takmarkanir.
Á síðasta ári varð breyting á þjónustu Kjalar stéttarfélags við félagsmenn sína þegar „Mínar síður“ bættust við á heimasíðu
félagsins, www.kjolur.is. Sem er framför í samskiptum við félagsmenn og um leið mikilvægt öryggistæki hvað varðar samskipti með persónugreinanlegar upplýsingar.
Ársreikningar sjóða Kjalar vegna rekstrarársins 2020 voru samþykktir og var afgangur af öllum sjóðum félagsins.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.