- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Skýrsla stjórnar fyrir aðalfund BSRB 2019 var kynnt á aðalfundi bandalagsins á föstudag. Í skýrslunni er farið yfir verkefni BSRB frá 45. þingi bandalagsins í október 2019. Meðal efnis skýrslunnar er ítarleg umfjöllun um 45. þing BSRB og verkefni formannaráðs, stjórnar og skrifstofu. Þá er farið yfir helstu verkefni sem unnið hefur verið að á því hálfa ári sem liðið er frá þinginu.
Á meðal þeirra málaflokka sem fjallað er um eru verkefni bandalagsins tengd styttingu vinnuvikunnar, húsnæðismálum og kjaramálum. Þá er fjallað um starfsumhverfi opinberra starfsmanna, jafnréttismál og innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar. Skýrsla stjórnar er aðgengileg öllum hér á vef bandalagsins.
Eldri skýrslur stjórnar má finna á síðunni Útgefið efni þar sem einnig má finna fréttabréf, bæklinga, skýrslur og annað efni sem bandalagið hefur sent frá sér nýverið.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.