Í kjölfar ábendinga og athugasemda sem hafa borist vegna fyrirkomulags á greiðslu launa hefur Fjársýslan leitað leiða til að gera breytingar þar á.
Laun verða greidd án undantekninga 1. hvers mánaðar
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur heimilað Fjársýslunni að gera breytingar á fyrirkomulaginu sem hefur verið við líði. Ákvörðun ráðuneytisins er að frá og með næstu mánaðamótum verða laun ríkisstarfsmanna ávallt greidd út fyrsta dag mánaðar alla mánuði ársins. Á það einnig við þegar fyrsta dag mánaðar ber upp á helgi eða lögbundinn frídag.
Launagreiðsludagur um næstu mánaðamót verður því 1. október, sem ber upp á laugardag.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.