- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Við viljum vekja athygli á tveimur nýlegum dómum sem fallið hafa í tengslum við trúnaðarlækna vinnustaða og réttindi starfsfólks í veikindum.
Á síðustu mánuðum hafa tveir dómar fallið hjá Félagsdómi annarsvegar og Landsdómi hinsvegar sem staðfesta þá afstöðu stéttarfélaga að starfsfólki beri að jafnaði ekki að mæta til skoðunar hjá trúnaðarlækni heldur ber trúnaðarlækni að ræða við lækni starfsmanns, þ.e. þann sem gefur út vottorð.
Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í lok árs 2022 að ekki sé heimilt að skylda opinbert starfsfólk til skoðunar og/eða viðtals hjá trúnaðarlækni vinnuveitanda. Með þeim fyrirvara þó að ákveðnar aðstæður gætu komið upp þar sem það sé nauðsynlegt. En samkvæmt niðurstöðunni þá er t.d. ekki heimilt að skylda allt starfsfólk til fundar hjá trúnaðarlækni sem er veikt lengur en tiltekinn fjölda daga.
Í dómi Landsréttar í júní 2023 var meðal annars ágreiningur um hvort starfsmanni hafi borið skylda til að sæta skoðun trúnaðarlæknis. Landsréttur vísaði í dóm Félagsdóms sem fordæmisgildandi við úrlausn málsins. Niðurstaðan var sú að ákvæði kjarasamninga um trúnaðarlækna feli ekki í sér skyldu til að mæta til skoðunar hjá trúnaðarlækni vinnuveitanda. Var því ekki fallist á þá afstöðu vinnuveitanda að starfsmaður hafi, með því að mæta ekki til skoðunar hjá trúnaðarlækni, brotið gegn kjarasamningsbundnum skyldum sínum.
Við fögnum þessum niðurstöðum þar sem þær ýta undir aukin réttindi og svigrúm félagsfólks okkar.
Hægt er að lesa dómana í heild sinni hér að neðan.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.