- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Skrifað hefur verið undir nýjan stofnanasamning við Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem tekur gildi frá 1. júní sl. sem er ný launatafla þar sem hverjum starfsmanni var tryggð 4,5% hækkun að lágmarki. Við upptöku á nýrri launatöflu er ekki hægt að notast við sömu númer á launatöflu þar sem númerin hafa tekið breytingum. Launataflan hefur nú verið lagfærð eins og hún var í upphafi árið 2005 með 2,5% á milli launaflokka og þrepa. Samningurinn var gerður í samvinnu við Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Fjallabyggðar og SFR stéttarfélag í almannaþjónustu.
Sjá samninginn í heild sinni hér
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.