- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Óhætt er að segja að fundalota hafi staðið hjá Kili stéttarfélagi síðustu daga. Fyrir helgi mættu trúnaðarmenn félagsins til tveggja daga fundar á Akureyri þar sem fyrri daginn var haldið námskeið í rökfræði og áróðurstækni. Síðari daginn var fjallað um lífeyrismál og SALEK-samkomulagið en framsögu um þau málefni höfðu Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB og Árni Stefán Jónsson, formaður SFR og 1. varaformaður BSRB. Var trúnaðarmannafundurinn vel sóttur og gagnlegur.
Í gær voru þrír stjórnarfundir á skrifstofu Kjalar. Í fyrsta lagi fundur stjórnar félagsins þar sem m.a. var afgreiddur reikningur félagsins til aðalfundar en vert er að minna á að hann verður haldinn á fimmtudag í næstu viku, 17. mars kl. 17 í sal á 4. hæð Alþýðuhússins við Skipagötu á Akureyri.
Í gær var einnig haldinn fundur stjórnar Vísindasjóðs háskólamenntaðra sem samþykkti 75.000 kr. úthlutun til háskólamenntaðra félagsmanna sem rétt eiga á þeim styrk.
Orlofsvefur opinn
Stjórn Orlofssjóðs Kjalar lauk einnig á fundi í gær undirbúningi orlofstímabilsins sem framundan er og hefur orlofsvefur félagsins nú verið opnaður vegna umsókna fyrir sumarið. Umsóknarfrestur vegna sumarúthlutunar er til 6. apríl næstkomandi. Sem fyrr býður orlofssjóður Kjalar sumarhús í Biskupstungum, Munaðarnesi, í Varmahlíð, á Eiðum og Vaðlaborgir í Vaðlaheiði, auk íbúða í Reykjavík og á Akureyri. Góð nýting hefur verið á húsunum undanfarin ár, sér í lagi eru Vaðlaborgir og íbúðirnar í Reykjavík nánast 100% nýttar. Orlofsblað félagsins, sem og ársskýrsla vegna komandi aðalfundar eru í prentun og berast blöðin félagsmönnum strax eftir helgi.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.