- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Næsta útgreiðsla fer fram í byrjun október og vill félagið hvetja þá sem eiga eftr að sækja um að kíkja á heimasíðu sjóðsins fyrir 28. september 2022 og setja inn greiðslu upplýsingar.
Þeir félagsmenn sem við höfum upplýsingar um þ.e. tölvupóstfang og símanúmer fá sendar upplýsingar í tölvupósti og/eða SMS með áminningu.
Aðild að Kötlu félagsmannasjóði eiga eingöngu starfsmenn sveitarfélaga sem eru félagsmenn aðildarfélaga BSRB , einnig eiga aðild að sjóðnum starfsmenn hjá Hjallastefnunni og sjálfseignarstofnunum sem eru með ákvæði um Félagsmannasjóð í kjarasamningi. Réttur sjóðfélaga er bundinn við aðild að sjóðnum líkt og reglur sjóðsins kveða á um.
Tekjur sjóðsins voru 1,24% af heildarlaunum þeirra starfsmanna sem aðild eiga að sjóðnum samkvæmt grein 13.10 í kjarasamningi. Þar sem gerð er krafa um háskólapróf til starfsins og viðkomandi félagsmaður uppfyllir þá er greitt i Vísindasjóð vegna hans en ekki í félagsmannasjóð svo hann á því ekki rétt hér.
Hlutverk sjóðsins er m.a. að auka tækifæri sjóðsfélaga til starfsþróunar, m.a. með því að sækja sér fræðslu og endurmenntun og með því að sækja ráðstefnur, þing og námskeið til þess að þróa sína starfshæfni.
Ekki er skilyrði að hafa lagt út fyrir námi/námskeiði til að hljóta styrk úr sjóðnum.
Styrkur úr Kötlu félagsmannasjóði skerðir ekki möguleika á styrkjum frá öðrum sjóðum stéttarfélaganna.
Réttur kann að vera til staðar hjá þeim sem uppfylla eftirtalin skilyrði:
Ef spurningar vakna um rétt til greiðslu úr sjóðnum hafðu þá samband við okkur kjolur@kjolur.is eða 525 8383
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.