Katla félagsmannasjóður hefur greitt út

Katla félagsmannasjóður greiddi út í dag, 3. febrúar. Breyting er á reglum sjóðsins þannig að nú er greitt út miðað við innborgun til Kötlu félagsmannasjóðs á tímabilinu 1. janúar til 31. desember árið 2024 frá vinnuveitendum. Dregin er af staðgreiðsla skatta sem er 31,49% en hægt er að leggja fram námskostnað á móti hafi félagsmenn ekki fengið það greitt frá Fræðslusjóði. Að öðrum kosti er um kaupauka að ræða.  Sjá reglur um skattaleg skil á innri vef sjóðsins og á rsk.isÞeir sem eiga eftir að skila inn upplýsingum geta gert það áfram en þurfa að klára að fylla út umsókn og verður greitt út við næstu útborgun.Sjá heimsíðu sjóðsins