Kjarasamningur samþykktur

Kjarasamningur Kjalar stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið samþykktur með 90% atkvæða og var kjörsókn 55%. Samningurinn gildir frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Samninginn má skoða hér.

Á kjörskrá voru 612 þar af kusu 334 eða 55%
já sögðu 299 eða 90%
nei sögðu 32 eða 10%
auðir og ógildir seðlar 3 eða 1%.
Kjarasamningurinn var því samþykktur með 90% atkvæða.

Stjórn Kjalar stéttarfélags þakkar öllum þeim sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, sérstakar þakkir fá trúnaðarmenn fyrir þeirra vinnuframlag við framkvæmd kynningafunda og kosningu.