- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga lauk kl. 09:00 í morgun, 25. júní.
Kjarasamningurinn er með gildistíma frá 1. apríl 2024 – 31. mars 2028.
Fjöldi á kjörskrá voru 1.295. Greidd atkvæði voru 554 eða 43%. 500 voru samþykkir, eða 90%. Alls 6,86% höfnuðu samningnum og 3% tóku ekki afstöðu.
Samkvæmt hinum nýja samningi munu mánaðarlaun hækka um að lágmarki 23.750 krónur eða 3,25% og desemberuppbæltur og orlofsuppbætur hækka í takt við samninginn.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.