- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Í gær var skrifað undir nýjan kjarasamning Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu og Einingar-Iðju við Samtök atvinnulífsins vegna Norðurorku hf.
Kjarasamningurinn, sem gildir frá og með 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028, byggir á Stöðugleikasamningum sem undirritaður var milli SA og sambanda og félaga ASÍ í mars 2024. Meginmarkmið Stöðugleikasamningsins er að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta, sem er mikið hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Jafnframt er markmið samningsins að auka kaupmátt launafólks, skapa fyrirsjáanleika í efnahagslífinu, draga úr verðbólguvæntingum og styrkja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.
Launahækkanir eru eftirfarandi:
Laun og launatöflur taka hlutfallshækkun, með krónutöluhækkun að lágmarki. Með mánaðarlaunum er átt við föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.