- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga sem Kjölur stéttarfélag ásamt tíu öðrum aðildarfélögum BSRB skrifuðu undir þann 13. júní sl. við Samband íslenskra sveitarfélag og ríkið
Rafrænir kynningafundir eru sem hér segir: Vegna sveitarfélaga starfsmanna - Vegna ríkissamninga hér skráning
Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og hefur borist félögum í tölvupósti en einnig er hægt að opna hana hér
Kosningu lýkur mánudaginn 24. júní kl. 09:00 hjá ríkinu en kl. 09:00 þriðjudaginn 25. júní vegna sveitarfélaga
Gildistímar beggja kjarasamninga er frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samkvæmt samningnum þá hækka mánaðarlaun að lágmarki um 23.750 kr. og desemberuppbætur og orlofsuppbætur hækka.
Auk þess voru sérstakar greiðslur lægstu launa og á sérstök starfsheiti hjá sveitarfélögum hækkuð.
Kjarasamningur ásamt samantekt helstu atriða hafa verið settar inn á mínar síður Kjalar stéttarfélags einnig er hægt að skoða á kosningasíðunni.
Hafi félagsfólk ekki fengið tilkynningu á mínar síður eða tölvupóst um kosningu þá vinsamlega látið vita hér
Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér kjarasamninginn sem og taka þátt í atkvæðagreiðslu.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.