- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Stjórn Kjalar fer þess á leit við félagsmenn að taka þátt í kosningu um trúnaðarmann á sínum vinnustað úr sínum röðum óháð starfsheiti.
Trúnaðarmaður er fulltrúi Kjalar stéttarfélags á vinnustað, þeir eru kjörnir af félagsmönnum á vinnustaðnum og skipaðir af stéttarfélaginu. Í V. kafla laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 er ítarlega fjallað um trúnaðarmenn á vinnustöðum. Þar segir að á hverri vinnustöð þar sem a.m.k. fimm menn vinna sé starfsmönnum heimilt að kjósa úr sínum hópi einn trúnaðarmann. Á vinnustöð þar sem fimmtíu menn eða fleiri vinna má kjósa tvo trúnaðarmenn.
Heimilt er að kjósa trúnaðarmenn fyrir félagssvæði eða hluta þess starfsmanna á vinnustöðvum sem ekki uppfylla skilyrði um lágmarksfjölda. Kosning er í höndum trúnaðarmanna þar sem þeir eru starfandi. Nú er tækifæri fyrir aðra vinnustaði að kjósa sér trúnaðarmann og koma honum inn í hópinn.
Æskilegast er að fram fari vel kynnt kosning trúnaðarmanns og hún auglýst með 7 daga fyrirvara. Það er hægt að gera t.d. með því að skipa kjörstjórn sem leitar eftir tilnefningu félagsmanna. Kjörstjórn ákveður kjördag, atkvæðaseðla og auglýsingu. Ef kosið er á milli frambjóðenda þá hlýtur sá kosningu sem flest atkvæði fær. Ef einungis einn er í framboði er hann sjálfkjörinn.
Val trúnaðarmanns skal síðan tilkynna á heimasíðu félagsins www.kjolur.is fyrir 11. október nk. sem mun síðan tilkynna um kjör trúnaðarmanna til viðkomandi vinnustaða.
Stjórn KJALAR hefur verið að byggja upp öfluga trúnaðarmannafræðslu með trúnaðarmönnum félagsins. Fyrsta námskeið fyrir nýkjörna trúnaðarmenn verður haldið dagana 5. - 6. nóvember á hótel KEA, Akureyri.
Trúnaðarmaður er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustaðnum. Hann stendur þó aldrei einn því stjórn og starfsmenn félagsins er honum til stuðnings við að leysa úr vanda sem upp kann að koma og heyra undir starfssvið félagsins. Hann safnar einnig og/eða dreifir upplýsingum fyrir stjórn félagsins.
Nánari upplýsingar um trúnaðarmenn má finna hér
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.