- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Kvennafrídagurinn er á morgun, þriðjudaginn 24. október, en 48 ár eru síðan konur lögðu niður störf í fyrsta sinn til þess að berjast fyrir jöfnum kjörum. Boðað er til samstöðufunda um allt land undir yfirskriftinni Kallar þú þetta jafnrétti? Í ár er gerð krafa um að störf kvenna verði metin að verðleikum og að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt.
Samstöðufundir verða haldnir víða um land. Yfirlit yfir dagskrá kvennaverkfallsins á landsvísu má sjá hér.
Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður störf, launuð og ólaunuð, allan daginn, sýna samstöðu með því að mæta á auglýsta viðburði og leggja þannig sitt af mörkum í baráttunni.
Skrifstofur Kjalar verða lokaðar á kvennafrídaginn og opna aftur miðvikudaginn 25. október kl 10:00.
Kjölur styður við baráttuna og við hvetjum fyrirtæki til þess að stuðla að því að konur og kvár geti tekið þátt í deginum eins og til hans er boðað, án þess að til komi skerðing á launum.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.