- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Kvenréttindadagurinn 19. júní er í dag. Hann er hátíðis- og baráttudagur kvenna á Íslandi og haldið hefur verið upp á hann frá því að konur fengu fullan kosningarétt til jafns á við karla.
Þennan dag, árið 1915, fengu konur, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Við stofnun Háskóla Íslands árið 1911 þurfti lagasetningu til að konur fengju aðgang að öllum skólum og voru sett lög um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta, nr. 37/1911.
Menntun kvenna hafa verið í formi styttri námskeiða sem hafa vaxið þar til þau enda sem viðurkennd námsleið og eru sumar komnar á háskólastig. Þetta á t.d. við um starfsstéttir á borð við ljósmæður, hjúkrunarfræðinga, leikskólakennara og sjúkraliða. Kynjamunur hefur alla tíð verið sýnilegur í skólaumhverfinu og námsvali nemenda. Enn í dag er langt í land með að jafnrétti og jafnir möguleikar kynjanna verði að veruleika og ljóst er að ekki verður náð fullu jafnrétti á Íslandi fyrr en upprætt verður kynbundin launamunur á vinnumarkaði.
Kjölur stéttarfélag óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum til hamingju með daginn.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.