- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Eins og svo oft áður tekst ekki að úthluta öllum vikunum í orlofshúsunum. Margt kemur til eins og að flestar umsóknir eru í júlí og þar eru þá margir að sækja um sömu vikurnar, minna er um umóknir í júní og ágúst. Einnig það að margir eru ekki búnir að skipuleggja sumarleyfið.
Um að gera að skoða á orlofshúsavefnum hvort ekki sé eitthvað laus sem gæti verið spennandi að nýta sér. Jafnframt sem við minnum á sölu á veiðikorti, útilegukorti, golfkorti og flugávísunum og ávísunum á Hótel Eddu og Fosshótel en öll þessi hótel eru víða um land.
Félagið er með fimm hús í Munaðarnes og þar er eitthvað laust í allt sumar og einnig á Eiðum en þar erum við með þrjú hús.
Laus er vikan 29 júní til 9 júlí á Tenerife.
Fyrstur kemur fyrstur fær
Njótið sumarsins!
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.