- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Í dag er þriðji dagur í verkfalli félagsmanna Kjalar sem starfa í leikskólum hjá Borgarbyggð, Skagafirði, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ og Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Mikil samstaða og kraftur hefur verið í hópunum og öflug verkfallsvarsla verið starfrækt á hverju svæði á meðan verkfallinu stendur.
Í gær voru fulltrúum sveitarfélaganna fimm afhent bréf þar sem skorað var á sveitar- og bæjarstjórnir sveitarfélaganna til þess að grípa til aðgerða til að stuðla að gerð réttlátra kjarasamninga sem endurspegla mikilvægi starfanna sem um ræðir og að greidd séu sömu laun fyrir sömu og/eða sambærileg störf. Í bréfunum var jafnframt var bent á að þó Samband íslenskra sveitarfélaga vinni í umboði sveitarfélaganna við gerð kjarasamninga þá bera sveitarfélögin sjálf ábyrgð á að vinna í samræmi við jafnlaunavottun, jafnlaunareglur og sínar eigin mannauðsstefnur.
Baráttufundur BSRB fór fram í Hafnarfirði í gær og í tengslum við viðburðinn voru haldnir samstöðufundir í sveitarfélögunum fimm þar sem starfsfólk leikskólanna, aðrir félagsmenn og stuðningsfólk í samfélaginu kom saman til að horfa á streymið frá baráttufundinum og efla samstöðuna, kraftinn og baráttuþróttinn.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.