- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Farskólinn á Norðurlandi vestra á Sauðárkróki hefur tekið að sér að sjá um námskeið fyrir félagsmenn Kjalar stéttarfélags sem eru á starfssvæði hans. Fjöl margt er í boði inn á heimasíðu þeirra www.farskolinn.is er fjölmargt að finna sem Fræðslusjóður Kjalar styrkir félagsmenn til að sækja sér menntun og aukna þekkingu.
Kjölur stéttarfélag býður félagsmönnum að kostnaðarlausu upp á námskeiðið vískísmökkun, erfðaréttur, hamingjan er hér og GPS námskeið.
Flest námskeiðin eru í boði á öllu Norðurlandi vestra þar sem aðstæður og lágmarksfjöldi þátttakenda er til staðar. Á flestum námskeiðum er gert ráð fyrir 8 -10 þátttakendum. Öll námskeið Farsólans eru metin sem hér segir: Vottaðar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins: Gert er ráð fyrir 80% mætingu og virkri þátttöku námsmanna. Engin próf eru tekin. Í námsleiðinni Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum er gert ráð fyrir verkefnavinnu bæði í kennslustundum og heima. Í námsleiðinni Menntastoðum er gert ráð fyrir verkefnavinnu og prófum.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.