- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Dagana 21. – 23. júní fóru fulltrúar á vegum Kjalar á ráðstefnu hjá NTR (Nordisk Tjenestemannsråd). NTR er norrænt tengslanet milli stéttarfélaga opinberra starfsmanna á Norðurlöndum (Ísland, Færeyjar, Noregur, Danmörk og Svíþjóð). Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Gautaborg í Svíþjóð af stéttarfélaginu Vison.
Á ráðstefnunni var farið yfir þær miklu áskoranir sem dunið hafa á vinnumarkaðnum á síðastliðnum mánuðum í kjölfar takmarkana af völdum Covid. Á vinnustofum var meðal annars var fjallað um sálrænt/andlegt vinnuumhverfi á blönduðum vinnumarkaði, stjórnun á vinnustöðum, hvað gerist í blönduðu vinnuumhverfi, jafnrétti á blönduðum vinnumarkaði og heilindi starfsmanns í blönduðu vinnuumhverfi.
Segja má að samskonar áskoranir séu víða á Norðurlöndunum og að flestir kunni vel við þá þróun sem orðið hefur á hinum blandaða vinnumarkaði sem hefur rutt sér til rúms með stað- og fjarvinnumöguleikum sem þróuðust hratt á Covid tímanum.
Í niðurstöðum sem kynntar voru af Christine Ipsen, lektor við danska tækniháskólann mátti sjá að flestir þeirra sem kusu heimavinnu vildu sjá blöndu af fjarvinnu og vinnu á vinnustað og mátti sjá flesta telja 1-2 daga í heimavinnu sé hæfilegt. Einnig setti hún fram með skýrum hætti kostina og ókostina við heimavinnu.
Kostirnir við heimavinnu:
Ókostir við að heimavinnu:
Í niðurlagi erindis hennar sagði hún mikilvægt væri að varast það að bjóða atvinnurekendum inn á heimili sitt með því að vinna á heimilinu og að atvinnurekendur þurfi að virða einkalíf fólks á móti. Hvað varðar mörkin milli einkalífs og vinnu þarf að ríkja skilningur og gagnkvæm virðing. Því ekki væri heppilegt að í náinni framtíð að vinnueftirlitið yrði reglulegur gestur inn á heimili starfsmanna vegna vandamála við mörkin milli vinnu og einkalífs.
Ráðstefnugestum var boðið að kynna sér innviðastarfsemi, hlutverk og störf opinberra starfsmanna Gautaborgar með því að fara í vinnustaðaheimsóknir á hina ýmsu vinnustaði þar á meðal Sporvagna Gautaborgar, sjálfstæða búsetu, félagsmálastjón í Mölndal og Björgunarsveit Gautaborgar.
Að ári munu ráðstefnan vera haldin á Íslandi, Jakobína formaður Kjalar tók við embætti formanns NTR. Jakobína bauð NRT félaga velkomna til Íslands árið 2023. „Við stöndum frammi fyrir því að nú er vöruskortur í heiminum, hækkandi hrávöruverð sem hefur mikil áhrif á velsæld samfélaganna og óvissan í heiminum vofir yfir höfðinu á okkur öllum. Á Íslandi eru kjarasamningar lausir í haust og kröfurnar um styttingu vinnuvikunnar, samþættan vinnumarkað, eins og við höfum verið að ræða um á ráðstefnunni, bætist við. Við þurfum að hætta að elta hvort annað og að vinna betur saman að sameiginlegum lausnum og öðrum fjölbreyttum vandamálum um framtíðarvinnumarkaðinn eins og fjallað hefur verið um á þessari vel heppnuðu ráðstefnu. Varðandi jafnréttismálin, þá tel ég mjög hættulegt að launabilið aukist á milli kvenna og karla. Það má ekki blikka auga, þá eykst launabilið. Þessi barátta fyrir jöfnum launum fyrir sömu störf karla og kvenna er viðvarandi. Hér hefur verið rætt um símenntun, stafræna þróun og hæfni. Í því sambandi er raunfærnimat einna mikilvægast til að geta styrkt sig tæknilega á vinnumarkaði og er líklega eina leiðin til að fá mat á sinni hæfni til starfa ásamt mat á því hvað þurfi til að gera sig hæfari á vinnumarkaði með tilliti til framtíðarinnar.“
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.