- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Fulltrúar Kjalar stéttarfélags og sex annara aðildarfélaga BSRB auk landssambands lögreglumanna undirrituðu á sjötta tímanum í gær nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn var undirritaður í húsæði ríkissáttasemjara og gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Líkt og þeir kjarasamningar sem aðildarfélög BSRB undirrituðu í vikunni felur samningurinn í sér sambærilegar launahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu.
Félögin sem samkomulagið nær til eru:
Á næstu dögum verða nýir kjarasamningar kynntir fyrir félagsfólki áður en þeir verða bornir undir atkvæði.
Nú hafa aðildarfélög BSRB gengið frá kjarasamningum sem ná til meirihluta félagsfólks aðildarfélaga bandalagsins. Vonir standa til að gengið verði frá fleiri kjarasamningum á næstu dögum.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.