- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur landlæknir óskað eftir því að stéttarfélög og heildarsamtök aðstoði við upplýsingamiðlun til félagsmanna sinna en fulltrúar BSRB, ASÍ, BHM og KÍ funduðu með landlæknisembættinu á dögunum vegna þessa. Heildarsamtök og aðildarfélög hafa ákveðna upplýsingaskyldu gagnvart félagsmönnum um ábyrgð, réttindi og skyldur í heimsfaraldri inflúensu þegar um er að ræða óvissustig, hættustig eða neyðarstig. Fyrir allnokkru lýstu íslensk yfirvöld yfir óvissustigi.
Vegna þessa birtum við eftirfarandi upplýsingar hér á vefsíðu félagsins og munum dreifa þeim með til okkar félagsmanna. Upplýsingarnar snúa helst að því hvernig draga megi úr hættu á smiti, hver einkennin eru og hvernig eigi að bregðast við komi upp smit. Á vef landlæknis er mikið til af efni um kórónaveiruna (COVID-19) https://www.landlaeknir.is/koronaveira/
Aðalatriðin eru:
Fróðlegt lesefni: Leiðbeiningar til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item38919/Lei%C3%B0beiningar-framl%C3%ADnustarfsmenn%2018022020.pdf
Vefsvæði landlæknisembættisins vegna kórónaveirunnar (COVID-19)
https://www.landlaeknir.is/koronaveira/
Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila
https://www.landlaeknir.is/koronaveira/upplysingar-fyrir-heilbrigdisstarfsfolk/
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.