- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Leiga orlofseigna í sumar og orlof að eigin vali tekur breytingum. Nýtt fyrirkomulag felur í sér innleiðingu á reglunni fyrstur kemur fyrstur fær vegna leigu á orlofshúsum og umsókna um orlofs aðeigin vali.
Orlofsvefur opnar þann 3. apríl 2023 fyrir bókanir á tímabilinu 2. júní - 8. september 2023.
Umsóknir um Orlof að eigin vali opnar þann 2. maí 2023 og stendur til 15. maí 2023.
Settu þessa daga í dagbókina þína
Félagar geta leigt eignir félagsins á orlofsvefnum. Hægt er að sjá hvaða hús eru laus á hverjum stað í yfirstandandi mánuði og þrjá mánuði fram í tímann. Fjórði mánuður er því opnaður fyrsta virka dag kl. 10.00. Dæmi: fyrsti virki dagur í september opnar desember.
Reglan "fyrstur kemur fyrstur fær" gildir um allar úthlutanir hjá félaginu.
Sumarorlofstímabilið 2. júní - 8. september verður félagsfólki aðgengilegt þann 3. apríl 2023 á orlofshúsavefnum í sjálfsafgreiðslu. Dæmi: 3. apríl 2023 er vefurinn opin skv. reglu apríl, maí, júní, júlí, ágúst og til 8. september. Þann 1. júní kemur september inn og þann 3. júlí kemur október inn sbr. hefðbundin reglu um að yfirstandi mánuður og þrír mánuðir.
„Orlof að eigin vali“ er styrkur sem sótt er um þegar umsóknar tímabil er opið. Reglan fyrstur kemur fyrstur fær er viðhöfð við umsóknir um styrki árið 2023. Sótt er um styrk í gegnum orlofsvef og opnar fyrir umsóknir 2. maí 2023 og stendur til 15. maí 2023 eða þar til öllum styrkjum hefur verið úthlutað.Eingöngu þeir sem hafa fengið úthlutaðan styrk geta sent inn reikninga til endurgreiðslu. Upphæð styrksins er 30.000 kr. árið 2023.
Styrkur er greiddur út að dvöl eða ferð lokinni gegn framvísun löglegra reikninga sem rekstraraðili gefur út á nafn umsækjanda styrksins.„Orlof að eigin vali“ gildir fram til áramóta á úthlutunarári. Það þýðir að þeir sem fá úthlutað þurfa að koma með reikninga fyrir næstu áramót til að fá endurgreitt. Orlofsávísun gildir eingöngu fyrir orlofsdvöl á almanaksárinu 2023. Senda skal reikninga vegna „Orlofs að eigin vali“ á kjolur(hjá)kjolur.is og skrá inn réttar upplýsingar á mínar síður, bankareiking og tengiliða upplýsignar.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.