- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Orlofsblað Kjalar stéttarfélags er nú í prentun og fer í dreifingu til félagmanna í lok vikunnar. Orlofsvefur Kjalar verður opnaður fyrir umsóknir næstkomandi miðvikudag, 9. mars. Umsóknarfrestur um orlofshús og -íbúðir er til 23. mars næstkomandi en gert er ráð fyrir að svör við umsóknum verði send félagsmönnum fyrir 31. mars.
Orlofsvalkostir Kjalar hafa aldrei verið fjölbreyttari. Til úthlutunar í sumar verða 25 hús og íbúðir, auk þess sem 175 styrkir til orlofs að eigin vali verða til umsóknar. Þá eru ónefnd hagstæð flugfargjöld, hótelgistingar, útilegukort og veiðikort.
Hægt er að skoða orlofsblaðið með því að smella hér.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.