- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Stjórn Kjalar stéttarfélags samþykkti á fundi sínum að fela BSRB samningsumboð til kjaraviðræðna við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkisins þar sem BSRB, KÍ og BHM eru í samfloti að vinna við frágang á eftirstöðvum frá kjarasamningum árið 2016 sem er jöfnun launa milli markaða en vinnan hefur staðið yfir síðan þá og er komin tími á að verði lokið áður er viðræður um skammtímasamning verður tekinn til umræðu.
Kjarasamningur okkar eru lausir frá 31. mars næstkomandi hjá sveitarfélögum en önnur félög sem semja við Sambandið eru með lausa samninga í haust en taka mið að því sem er að gerast núna svo það koma launahækkanir til þeirra frá 1. janúar sl. Vonir standa til að eftir að samið hefur verið um kjarasamninga Kjalar verði hækkun afturvirk.
Viðræður við Norðurorku og Orkubú Vestfjarða sem fylgja almenna markaðnum og eru á byrjunarstigi og veður upplýst um gang mála eftir því sem tilefni gefst.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.