Séreignalífeyrissparnaður

Viðbótarlífeyrissparnaður er besti sparnaður sem völ er á.

Hvers vegna: Launagreiðandi greiðir mótfarmlag í viðbótarlífeyrissparnaður sem jafngildir allt að 2% launahækkun. Þetta mótframlag færðu ekki nema að leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað þú velur um hvort það er 2% eða 4% sem þú leggur til hliðar sem gerir það að verkum að sparnaðurinn verður meiri en venjulegur sparnaður.

Hærri eftirlaun Viðbótarlífeyrissparnaður rýmkar fjárhaginn á eftirlaunum og gerir hann sveigjanlegri. Viðbótarlífeyrissparnaður er séreign þess sem leggur fyrir sem þýðir að sparnaðurinn erfist við fráfall. Viðbótarlífeyrissparnaður er lögvarin eign sem þýðir að sparnaðurinn er ekki aðfararhæfur við gjaldþrot. Þetta þýðir að þó að fólk verði gjaldþrota getur það samt átt séreignarsparnað.

Viðbótarlífeyrissparnaður er greiddur óskattlagður í séreignarsjóð en útborganir eru skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur. Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af ávöxtun sjóðsins.

Séreign inn á lán:
Fram á mitt ár 2017 gera stjórnvöld fólki kleift að nota ný iðgjöld viðbótarlífeyrissparnaðar til að greiða inn á húsnæðislán. Óhætt er að mæla með að fólk nýti sér þetta enda er umtalsverður skattaafsláttur í boði. Undantekning frá þessu er ef fólk á í fjárhagserfiðleikum og hætta er á gjaldþroti.

Séreignarsparnaður til húsnæðiskaupa:
Samkvæmt hinum nýsamþykktum lögum verður fólki heimil skattfrjáls úttekt á séreignarsparnaði sem myndast á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, og heimilt verður að nýta hann til húsnæðiskaupa. Skilyrði er að inneign verði nýtt til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota og að rétthafi sé ekki eigandi íbúðarhúsnæðis þegar heimildin er nýtt. Samkvæmt lögunum takmarkast heimildin við 1.500.000 kr. á hvern einstakling en 2.250.000 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk sem uppfyllir skilyrði samsköttunar. Heimildin gildir í fimm ár eða til 30. júní 2019.

Hvar geymist séreignasparnaður?
Þú gerir samning við lífeyrissjóð sem eru með sérstaka séreignadeild eða bankaútibúi. Þegar þú hefur gert samninginn ferðu með hann til launafulltrúa á þínum vinnustað og sparnaður hefst við næstu útborgun.

Kynntu þér málið!