- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Við gerð síðustu kjarasamningum við, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Hjallastefnu, var samþykkt að veita 2 % persónuálag vegna starfsþróunarnámskeiða skv. grein 10.2.1 sem gildir frá 1. janúar 2018.
Við mat á starfstengdu námi til persónuálags er starfsmönnum sveitarfélaga skipt í tvo hópa, þ.e. annars vegar þá sem ekki hafa lokapróf á framhaldsskólastigi og hins vegar þá sem hafa lokapróf á framhaldsskólastigi (2 til 4 ár) skv. gr. 10.2.3 í gildandi kjarasamningum. Fyrri hópurinn getur fengið heilstætt starfstengt nám, sem er a.m.k. 150 kest. (kennslustundir) að lengd, metið til 2% persónuálags. Hópurinn sem hefur lokið framhaldsskólaprófi getur með sama hætti fengið 2% persónuálag vegna styttri starfstengdra námskeiða sem samanlagt ná a.m.k. 150 kest.
Starfsþróunarnefnd mun uppfæra listann yfir starfstengt nám eftir því sem við á. Félagsmenn sem eru með námskeið sem ná settum viðmiðum geta farið með þau til næsta launafulltrúa og óskað eftir mati á þeim. Hægt er að beina erindum varðandi mat á námskeiðum, sem ekki eru tilgreind á lista nefndarinnar, til Starfsþróunarnefndar á netfangið: starfsthrounarnefnd@samband.is.
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér af síðu Sambands sveitarfélaga
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.