- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Mikilvægt er að umsækjendur útfylli upplýsingaform á umsóknarsíðunni, s.s. heimilisfang, síma og netfang. Allar umsóknir fara í afgreiðslugrunn sem unnið er úr eftir að umsóknarfresti lýkur. Umsóknir eru metnar og úthlutað á grundvelli punktastöðu umsækjanda. Þeir sem fá úthlutað orlofshúsi eða -íbúð fá staðfestingarbréf í tölvupósti með númeri úthlutunar. Með sama hætti er sent tölvubréf til þeirra sem fá synjun en umsóknir þeirra fara sjálfvirkt á biðlista. Gert er ráð fyrir að svör við umsóknum verði send út fyrir 31. mars nk.
Þann 13. apríl birtast á orlofsvefnum upplýsingar um lausar vikur og daga á tímabilinu frá 27. maí til 2. september. Allir félagsmenn geta þá bókað og gildir sú regla að fyrstur kemur, fyrstur fær. Fyrsta virkan dag í mánuði utan úthlutunartímabils er hægt að bóka laus tímabil í yfistandandi mánuði og þrjá mánuði fram í tímann. Þannig opnast fyrsta virkan dag í júní fyrir september og fyrsta virkan dag í júlí fyrir október og síðan koll af kolli.
Hægt er að skoða orlofsblaðið með því að smella hér.
Myndband og leiðbeiningar:
1. Fara á orlofsvef
2. Skrá inn með rafrænum skilríkjum
3. velja sumarúthlutun 2022 á forsíðunni
4. Staðfest rétt netfang eða skrá nýtt og staðfesta
5. Skrá nýja röð - og vista val, hægt að velja alls 4 möguleika
6. Þegar þessu er lokið ætti að standa efst á síðuni:
Umsókn móttekin þann xx.3.2022
Athugið: Að umsóknin er móttekin og ekki er sendur sérstakur tölvupóstur því til staðfestingar. Hægt er þó að breyta umsókninni þar til umsóknarfrestur er liðinn.
Í lok mars verður öllum umsóknum svarað.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.