- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Þriðji dagur í verkfalli félagsmanna sem starfa í sundlaugum og íþróttamannvirjum komu þau sama á samstöðufundi í morgun og senda frá sér eftirfarandi áskorun.
Það er fjarstæðukennt að árið 2023 sjái sveitar- og bæjarstjórar ekkert að því að starfsfólk þeirra sem sinna nákvæmlega sömu störfunum séu á mismunandi launum. Það er sárt og erfitt að vita til þess að sveitarfélögin hafi ekkert gert til að hafa áhrif á þessa stöðu og stuðla að gerð réttlátra kjarasamninga.
Við gerum okkur fulla grein fyrir mikilvægi starfa okkar sem halda samfélaginu gangandi og sinnum þeim af mikilli ábyrgð og alúð. Launin endurspegla að engu leyti samfélagslegt verðmæti starfanna. Þess vegna er viðvarandi mannekla í mörgum af þessum störfum, mikil starfsmannavelta og erfiðar starfsaðstæður sem birtast í hárri veikindatíðni. Þannig er verið að bæta gráu ofan á svart með því að mismuna okkur í launum gagnvart öðru starfsfólki sveitarfélaganna. Kröfur okkar eru réttlátar og sanngjarnar og kostnaðurinn sem er af þeim hlýst er lágur ef litið er til heildarlaunakostnaðar sveitarfélaganna og þeirrar staðreyndar að þær fela í sér að jafna kjör starfsfólks sveitarfélaga fyrir sömu eða sambærileg störf.
Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur í umboði sveitarfélaganna við gerð kjarasamninga en sveitarfélögin sjálf bera ábyrgð á að vinna í samræmi við jafnlaunavottun, jafnlaunareglur og sínar eigin mannauðsstefnur. Ef sveitarfélögin grípa ekki til aðgerða til að stuðla að gerð kjarasamninga mun það fela í sér miklu hærri fórnarkostnað fyrir samfélagið þegar grunnþjónusta skerðist verulega og óánægja okkar eykst með hverjum degi sem líður án kjarasamnings.
Félagar í sundlaugum og íþróttamannvirkjum í Hrísey, á Dalvík, Fjallabyggð, Snæfellsbæ, Borgarbyggð og Sauðárkróki á samstöðufundi á Teams.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.