- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Takk fyrir árið 2024 - OG GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
Í upphafi nýs árs langar mig að þakka ykkur öllum fyrir samstarfið sem var í senn krefjandi og skemmtilegt. Við hlökkum til að halda áfram baráttunni fyrir störfum ykkar og aðstæðum. Bæta vinnuaðstæður og skapa vettvang til að styrkja stöðu ykkur vegna þeirra breytinga sem við stöndum sífellt frammi fyrir í almannaþjónustunni. Starf þitt er mikilvægara en nokkru sinni fyrr til að skapa velsæld í samfélaginu og þá skiptir máli hvernig þér líður.
Þann 1. janúar 2025 sameinaðist Mannauðssjóður Kjalar öðrum mannauðssjóðum undir merki Mannauðssjóðisins Heklu. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita styrki til fræðsluverkefna á vegum sveitarfélaga og stofnanna þeirra sem tengjast markvissri starfsþróun starfsfólks sveitarfélaga. Auk þess mun sjóðurinn reka mannauðssetur sem mótar stefnu og vinnur tillögur að fræðslutækifærum auk þess að styðja og skipuleggja fræðslu til stofnana m.a. um skipulag og framsetningu símenntunnaráætlana. Mannauðssetrinu er ætlað að leggja áherslu á samtarf við tengda fræðsluaðila.
Góð þátttaka var í endurkjöri trúnaðarmanna sl. haust og mikill áhugi meðal félagsmanna. Aldrei er of seint að koma með í hópin og kjósa trúnaðarmann á vinnustaðnum hafi það ekki nást. Þið kjörnu fulltrúar, sem eruð tilbúin að styðja og ráðleggja samstarfsfólki ykkar eigið miklar þakkir skildar. Hlutverk trúnaðarmanna er að gæta þess að vinnuveitandi og fulltrúar hans haldi kjarasamning og að réttur starfsmanna sé í hvívetna virtur, einkum um orlof, vinnuvernd, öryggi og hollustuhætti. Starfsmönnum ber að snúa sér til trúnaðarmanns með umkvartanir sínar, sem fær síðan aðstoð félagsins við úrlausn ef svo ber undir. Trúnaðarmenn leikskóla héldu stórkostlegan fræðsludag 18. sep. sl. fyrir sinn hóp og þar mættum um 80 starfsmenn leikskóla og ræddu starfið sitt.
Á síðastliðnu ári voru gerðir kjarasamningar sem byggðu á því að ríkisstjórn landsins nái tökum á stjórn efnahagsmála, stuðli að því að minnka verðbólgu og lækkun vaxta. Nú er ný ríkisstjórn tekin við völdum sem boðar sparnað án frekari upplýsinga. Við í verkalýsðhreyfingunni munum leggja okkar af mörkum til þess að tryggja að boðaðar breytingar hafi sem jákvæðust áhrif á störf okkar hæfileikaríka félagsfólks. Um leið og við óskum nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í sínum verkefnum í þágu okkar allra munum við vera á vaktinni með að tryggja að niðurskurður bitni ekki á almannaþjónustunni sem þið haldið uppi með því að hjálpa til við að skapa árangur sem virkar fyrir þá sem þurfa mest á því að halda.
Saman erum við sterkari – leggjum kjöl að öflugu stéttarfélagi á landsbyggðinni í almannaþjónustu.
Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.