- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Til hamingju með 1. maí
Yfirskrift dagsins að þessu sinni er Sterk hreyfing - sterkt samfélag.
Styrkur verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi hefur í gegnum tíðina gert okkur kleift að byggja upp gott velferðarsamfélag og tryggt launafólki réttindi sem okkur þykir sjálfsögð í dag svo sem sumarorlof, greiðslur í fæðingarorlofi og veikindarétt. Þann 1. maí stöndum við vörð um og heiðrum framlag launafólks, fyrr og nú, hvar sem í stétt og stöðu fólk stendur alls samfélagsins. Dagurinn er mikilvæg áminning um áframhaldandi þörf fyrir samstöðu og sameiginlegan slagkraft vinnandi fólks til að skapa réttlátari og sanngjarnari framtíð fyrir okkur öll.
Hér á viðtal við Örnu Jakobínu í þættinum Samfélag á Rás 1 í tilefni 1. maí.
Hér er þátturinn í heild sinni. Rás 1
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.